Er kominn tími á nýtt eldhús?

Áður en hafist er handa við að hanna nýtt eldhús er mikilvægt að vinna ákveðna grunnvinnu. Gott er að setja niður einhverja heildarhugmynd og útgangspunkt til að vinna með. Viltu nútímalegt eldhús? Eða kannski fallegan sveitastíl? Tímarit, umhverfið og önnur heimili geta gefið manni innblástur til að átta sig á hvað það er sem hentar hverju sinni. Settu niður hvernig þú villt að eldhúsið virki og hvaða heimilistækjum þú óskar eftir. Stílvinnan er síðan unnin í framhaldi, þegar grunnurinn er kominn. Gerðu kostnaðaráætlun sem inniheldur alla liði, meðal annars vinnu frá rafvirkja, pípulagningameistara og smiði. Að okkar mati er einn mikilvægasti hlekkurinn góður uppsetningaaðili til að klára verkið.

Fyrir fullkomið jafnvægi og takt, kjósum við að flokka eldhúsið í nokkrar starfstöðvar. Svæðið í kringum vaskinn og uppþvottavélina, svæðið þar sem eldað er og þar á milli er mikilvægt að hafa gott vinnupláss. Hugaðu að því að á milli ísskáps, helluborðs og vasks er best að hafa ekki meira en 5 metra. Ef rýmið býður upp á getur verið athyglisvert að sleppa hornum og vinna frekar í lengjum, jafnvel með eyju í miðju. Það er mikilvægt að ná hinu fullkomna grunnplani til að tryggja að allir þættir séu uppfylltir. Aðstoð fagaðila er mikilvæg í þessu skrefi, en innanhússarkitektar hjá Eirvík veita hönnunarþjónustu og vinna líka náið með öðrum innanhússarkitektum.

Hvers vegna að velja eldhús frá Eirvík?

Í fyrsta lagi getur þú sérhannað eldhúsið þitt frá grunni. Það eru nær engin takmörk fyrir því hvað hægt er að gera. Eldhúsið fer í framleiðslu, beint úr teikniforritum okkar. Úrvalið er fjölbreytt og er til að mynda hægt að velja úr yfir 200 mismunandi frontum.

Í öðru lagi eru mikil gæði í öllu framleiðsluferlinu. Allur efniviður sem okkar birgjar nota er alltaf af bestu mögulegu gæðum; hvort sem um ræðir spónninn, MDF efnið eða lama og brautakerfið. Innréttingarnar frá okkur eru rakavarðar. Þær þola mismunandi hitastig, raka og gufu, en það hentar sérstaklega vel í kringum uppþvottavélar, gufuofna og önnur tæki. Allar einingar eru síðan afhendar samsettar, hver eining fullkláruð og tilbúin til uppsetningar. Það eru gríðarleg gæði fólgin í því að einingar séu settar saman með verksmiðjutækni.

Að lokum uppfylla innréttingarnar frá Eirvík stranga þýska gæðastaðla, meðal annars Geprüfte Sicherheit, TÜV Rheinland og PUResist sem tryggja það að innréttingarnar eru einstaklega endingargóðar.