Bestu geymsluskilyrði fyrir vín

Vínkæliskápar eru best til þess fallnir að geyma vín. Margir þættir hafa þar áhrif, loftskilyrði eru með besta móti, þeir veita vörn gegn útfjólubláum geislum (UV geislum) og halda víninu við nákvæmt hita- og rakastig. Til þess að vín haldist í jafnvægi og bragðist áfram vel er líka mikilvægt að engin hljóð eða titringur hristi upp í víninu og trufli setið í því, en í Liebherr og Miele víngeymsluskápum eru einmitt pressur með lágmarks titringi.
Þegar vín eru valin til geymslu er gott að hafa eftirfarandi í huga. Vín með korktöppum andar og þarf geymslu við bestu loft- og rakaskilyrði. Vín með skrúftöppum hefur aðeins aðgang að súrefninu sem er inní flöskunni, andar ekkert og þroskast mjög hægt. Vín með gervitöppum hleypir of miklu lofti inn í flöskuna og henta slíkar flöskur ekki til langtíma geymslu.

Vín andar og því skipta gæði loftsins sem umlykur vínið miklu máli til þess að vínið þroskist rétt við geymslu. Sé vín geymt með matvælum, geta matvælin mengað vínið og eyðilagt það. Auk þess getur ein skemmd vínflaska smitað út frá sér og eyðilagt aðrar vínflöskur. Liebherr og Miele víngeymsluskápar eru með virkum kolafilter sem dregur í sig óæskilega lykt og þarf aðeins að skipta út einu sinni á ári til þess að tryggja bestu mögulegu loftskilyrði.
Rakaskilyrði eru ekki síður mikilvæg. Korktappar eru þess eðlis að þeir þorna og skreppa saman ef þeir eru ekki nægilega rakir. Ef þetta gerist kemst súrefni í meiri mæli í snertingu við vínið sem er verið að geyma og getur eyðilagt það. Liebherr og Miele víngeymsluskápar geyma vínflöskur í liggjandi stöðu til þess að halda korktöppunum rökum og viðhalda einnig 50% til 80% raka inni í skápunum til að koma í veg fyrir að tapparnir þorni.
Ljós, og þá sérstaklega UV ljós, veldur óeftirsóttum efnahvörfum í víni. Afleiðingarnar eru sjáanlegar, það er föl rauðvín og gull-gulleit hvítvín. UV geislar eyðileggja jafnvægið í víninu og gera ilm og bragð flatt. Framleiðendur setja vín í brúnar og grænar flöskur til þess að verja vínið fyrir UV geislum, en það er hins vegar ekki nóg fyrir flöskur sem ekki eru geymdar í myrkri. Glerhurðar á víngeymsluskápum frá Liebherr og Miele eru með innbyggðri vörn gegn UV geislum sem ver vínið einnig gegn hita sem myndast að völdum ljóss.

Geymsluhitastig og neysluhitastig

Best er að geyma vín til lengri tíma við hitastig á milli +10 °C og +12 °C. Með hækkandi hitastigi eykst hreyfiorka vín-sameinda sem veldur hraðari þroskun á víninu sem aftur leiðir til þess að gæði vínsins versna. Þar að auki er best að hitastigi sé haldið eins stöðugu og mögulegt er, því flökkt á hitastigi skerðir gæði víns.
Það skiptir ekki síður máli við hvaða hitastig víns er neytt. Neysluhitastig hvítvíns er 8-14 °C, kampavíns 6-8 °C, ljósrauðs rauðvíns 13 °C og dökkrauðs rauðvíns 15-19 °C. Rauðvín á að bera fram heitara en hvítvín vegna þess að rauðvín inniheldur meira tannín, en tannín bregst hraðar við súrefni þegar hitastig hækkar. Þetta er nákvæmlega það sem gerist þegar rauðvíni er leyft að anda, því fullkomnu bragði og ilmi víns er einungis náð eftir að vínið hefur sameinast súrefni.