Eldhúsverkstæði

bulthaup b2 línan kollvarpar hinni hefðbundnu hugmynd um eldhús og . Eldamennskan og eldhúsið eru hugsuð upp á nýtt og útkoman er eldhúsverkstæði. Sagt er að gullna reglan á vinnustað sé sú að „verkfæri og efniviður verði að vera við höndina og vel aðgengileg“. bulthaup b2 fylgir þessari gullnu reglu og útkoman er eldhúsrými sem sækir innblástur í verkstæði smiðs.

Lykilþáttum bulthaup b2 má skipta í þrennt. Í fyrsta lagi vinnuborð eldhúsins, þar sem helluborð og vaskur eru staðsett og undirbúningsvinna fer fram. Í öðru lagi eldhússkápur fyrir heimilstæki. Í þriðja lagi eldhússkápur fyrir geymslu til að mynda potta, panna, diska, hnífapara, verkfæra og hráefnis.

Vinnuborð eldhúsins, sem er mestmegnis úr ryðfríu stáli, stendur eitt og sér á gólfinu og setur gríðarlega sterkan svip á eldhúsið. Vinnuborðið samanstendur af fótum úr ryðfríu stáli og borðplötu sem er fáanleg úr mismundandi efnivið og gefur hverjum og einum val um þá samsetningu sem hentar best.

bulthaup b2 er eldhús fyrir frumkvöðla í hugsun og lifnaðarháttum.

Eldhússkápur fyrir geymslu er fágaður og í góðu jafnvægi við vinnuborðið, þegar hann er lokaður. Þannig nýtur vinnuborðið sín sem best. Þegar eldhússkápurinn er opnaður sést hin raunverulega hugvitssama hönnun á bak við bulthaup b2 línuna. Hönnuðir bulthaup hafa skapað hin fullkomnu geymsluskilyrði. Útkoma þessarar snjöllu samþjöppunar á geymslurými hefur í för með sér hægkvæmari nýtingu á plássi en litlar eldhúsinnréttingar hafa upp á að bjóða.