English   |   VeftrÚ   |   A A

Viðhald tækja - Helstu atriði sem hafa ber í huga. 

 

 1. Ryksugur
 2. Þvottavélar
 3. Þurrkarar
 4. Uppþvottavélar
 5. Blástursofnar
 6. Gufuofnar
 7. Blásturs- og örbylgjuofnar
 8. Örbylgjuofnar
 9. Kaffivélar
 10. Gashelluborð
 11. Spanhelluborð og keramikhelluborð
 12. Ísskápar
 13. Vínskápar
 14. Háfar

 

Ryksugur

* Ekki má ryksuga upp vatn né fínt ryk, s.s iðnaðarryk.

* Nota þarf ekta Miele ryksugupoka, sem koma fjórir saman í kassa, ásamt filterum, og fást í Eirvík, Melabúðinni og Fjarðarkaupum.

* Skipta þarf um filterana tvo í ryksugunni á fjögurra poka fresti þ.e. þegar byrjað er á nýjum kassa.

* Gott er að taka af og ryksuga ryksuguhaus eftir notkun því þar getur festst ryk sem ekki kemst sjálft niður í pokann.

* Kolafilter eru mögulegur í flestar Miele ryksugur en sá kostur er tilvalinn fyrir gæludýraeigendur. Kolafilterinn dregur í sig óæskilega lykt.

* HEPA filter, ofnæmisfilter, er mögulegur í flestar Miele ryksugur en hann er sérhannaður fyrir einstaklinga sem eru til dæmis með rykofnæmi, astma eða frjókornaofnæmi. Allar Miele ryksugur sem taka HEPA filtera eru vottaðar fyrir filterana.

 

Þvottavélar

* Nota þarf heitasta kerfi þvottavélarinnar, 90-95°C kerfið, með jöfnu millibili.

* Þrífa þarf sápuhólfið reglulega. Einnig þarf að þrífa þar sem sápuhólfið gengur inn í vélina.

* Losa þarf gildru þvottavélarinnar og þrífa reglulega. Einnig þarf að þurrka upp og þrífa skrúfganginn í þvottavélinni sjálfri.

* Þurrka þarf af þvottavélinni að utanverðu með rökum klút með sápu. Gott er að þurrka líka af hurðinni, bæði að utan sem innan.

* Þrífa þarf hurðargúmíið á þvottavélinni reglulega með mildu sápuvatni.

* Góð regla að skilja hurðina eftir opna þegar vélin er ekki í notkun.

 

Þurrkarar

* Tæma þarf ló úr lósíu sem er innan á hurðinni eftir hverja þurrkun.

* Gott er að ryksuga innvols og hurð einstaka sinnum.

* Vatnsskúffu í þéttisþurrkurum þarf að tæma eftir hverja notkun.

* Í þéttisþurrrkurum þarf að þrífa þéttirinn reglulega. Hann er staðsettur neðarlega vinstra megin á þurrkaranum. Þar þarf að opna tvö lok áður en þéttirinn er dreginn út. Þrífa þarf þéttirinn með volgu rennandi vatni til að losa um ló sem festist í honum. Látið bununa renna bæði lóðrétt og lárétt á þéttirinn til að losa alla ló.

 

Uppþvottavélar

* Skafa þarf vel af leirtaui áður en það er sett í vélina.

* Þrífa þarf síu sem er í botni vélarinnar reglulega.Hún er tekin úr, opnuð og þrifin vel.

* Athuga þarf spaðana í vélinni reglulega og þrífa ef eitthvað hefur festst í þeim.

* Nota þarf heitasta kerfi vélarinnar reglulega.

* Þrífa þarf uppþvottavélar tvisvar á ári með sterku uppþvottavéla hreinsiefni. Það er sett inn í vélina tóma og hún keyrð á heitasta kerfinu.

 

Blástursofnar

* Þurrka þarf af framhlið ofnsins með mildu sápuvatni eða örtrefjaklút reglulega.

* Þrífa þarf glerið innanvert og ofninn sjálfan að innan reglulega. Ef heitt vatn og sápa duga ekki er hægt að spreyja ofnhreinsi á þessa fleti og láta standa í sólarhring. Hreinsiefnið er þá þrifið í burtu með heitu vatni og sápu.

* Þrífa þarf bökunarplötur, djúpar plötur og grind strax eftir notkun. Ef óhreinindi festast í plötunum má spreyja ofnhreinsi á þær.

* Grófu gráu plöturnar í blástursofnunum sem geta verið í baki og /eða toppi og stundum hliðum bakarofnsins á ekki að spreyja með ofnhreinsi.

* Gott er að þrífa bakið á ofninum og viftuna reglulega. Þá þarf að fjarlægja plötuna í baki ofnsins og losa um viftuna.

* Ef um sjálfhreinsiofn er að ræða er hægt að stilla á sjálfhreinsikerfi sem þrífur ofninn að innan. Þá þarf að fjarlægja allar plötur, grindur og brautir út úr ofninum áður en kerfið er sett af stað. Eftir að kerfinu er lokið þarf einnig að þurrka öskuna út úr ofninum.

 

Gufuofnar

* Þurrka þarf reglulega af framhlið ofnsins með mildu sápuvatni eða örtrefjaklút.

* Þurrka þarf innan úr ofninum eftir hverja notkun.

* Hella þarf vatni úr gufusuðukatli eftir hverja notkun

* Góð regla er að skilja smá rifu eftir á hurðinni eftir notkun. Þá lekur allt vatn sem þurrka þarf upp á botn gufuofnsins og skemmri tíma tekur að þurrka það upp.

* Stálbakka þarf að þrífa eftir hverja notkun.

 

Blásturs-og örbylgjuofnar

* Þurrka þarf af framhlið ofnsins með mildu sápuvatni eða örtrefjaklút reglulega.

* Þrífa þarf glerið innanvert og stálhúðina í innanverðum ofninum reglulega. Ef heitt vatn og sápa duga ekki er hægt að spreyja ofnhreinsi á þessa fleti og láta standa í sólarhring. Hreinsiefnið er þá þrifið í burtu með heitu vatni og sápu.

* Þrífa þarf bakka strax eftir notkun. Ef óhreinindi festast í plötunum má spreyja ofnhreinsi á þær.

 

Örbylgjuofnar

* Þurrka þarf af framhlið ofnsins reglulega með mildu sápuvatni eða örtrefjaklút.

* Þrífa þarf ofninn reglulega að innan með mildu sápuvatni.

* Taka þarf snúningsdisk og hjól út úr ofninum reglulega og sjá til þess að allir fletir séu hreinir.

 

Kaffivélar

* Þurrka þarf reglulega af framhlið kaffivélarinnar með mildu sápuvatni eða örtrefjaklút.

* Skipta þarf um vatn í vatnsskúffu fyrir hverja notkun.

* Afkalka þarf vélina með reglulegu millibili. Til þess þarf afkölkunartöflur sem leysast upp í vatnstanki kaffivélarinnar og dælast í gegnum allar vatnsleiðslur.

* Kvarnir þarf að hreinsa reglulega með sérstökum hreinsitöflum.

* Þrífa þarf affallsbakka og innvols kaffivélarinnar reglulega.

* Þrífa þarf skúffu þar sem korgur safnast fyrir reglulega.

 

Gashelluborð

* Þrífa þarf stálfleti á gashelluborðum með heitu vatni og sápu.

* Þrífa þarf keramikfleti á gashelluborðum með keramikhreinsi.

* Svörtu pottjárnin þarf að þrífa reglulega með heitu vatni og sápu.

 

Spanhelluborð og keramikhelluborð

* Þrífa þarf helluborðin reglulega með svampi og keramikhreinsi. Ef erfitt reynist að ná mataleifum má nota keramik sköfu til að skafa þær upp úr borðinu.

* Forðist að skilja skítuga potta eftir á heitum hellum sem ekki hefur verið slökkt á.

 

Kæli- og frystiskápar

* Mikilvægt er að hurðar lokist alveg þegar skápur er ekki í notkun.

* Passa þarf sérstaklega að ekkert plast eða pappír festist í falsi á hurðum í frysti þegar honum er lokað.

* Þrífa þarf ísskápinn að utanverðu. Ef ísskápurinn er hvítur er gott að nota milt sápuvatn en ef hann er úr ryðfríu stáli er gott að nota milt sápuvatn fyrst, þurrka skápinn svo vel og bera að lokum á hann stálhreinsi.

* Þrífa þarf innréttingar og hillur í ísskápnum reglulega með heitu vatni og sápu.

* Athuga þarf affall á ísskápum og sjá til að engin stífla sé til staðar. Ef stífla er til staðar er gott af hreinsa affallið með mjóum pípuhreinsara sem dýpt hefur verið í vatnsþynnt borðedik.

 

Vínskápar

* Mikilvægt er að hurðir lokist alveg á vínskápnum þegar hann er ekki í notkun.

* Þrífa þarf yfirborð reglulega með viðeigandi hreinsiefnum.

* Þrífa þarf innvols reglulega með mildu sápuvatni.

* Skipta þarf um kolafilter á 1 árs fresti

 

Háfar

* Þurrka þarf af yfirborði háfsins reglulega með viðeigandi hreinsiefni.

* Þrífa þarf fitufilter reglulega með heitu vatni og sápu. Mælt er gegn því að setja fitufiltera í uppþvottavélar sökum þess að þeir geta orðið flekkóttir.

* Almennt þarf að skipta um kolafilter í háfum á 1 árs fresti.

V÷rumerki

miele
Jura
Liebherr
Elica
Smeg
Magimix
Fisher & Paykel
Witt