English   |   VeftrÚ   |   A A
Vi­ger­ar■jˇnusta

Eftirfarandi aðilar taka að sér viðgerðar- og viðhaldsþjónustu eftir vörumerkjum og tegundum tækja. Best er að snúa sér beint til þeirra.

Athygli er vakin á því að í öllum tilfellum nema á verkstæði Eirvíkur er um sjálfstæða lögaðila að ræða sem eru ekki starfsmenn Eirvíkur.

Vinsamlegast kynnið ykkur ábyrgðarskilmála á kaupnótu áður en kallað er á viðgerðarmann.

 

Tegund

ÞjónustuaðilarSími

Kaffivélar og ryksugur frá Miele, kaffivélar frá Jura og magimix smátæki.

Varahlutir í öll tæki sem seld hafa verið hjá Eirvík.

Eirvík ehf

Suðurlandsbraut 20, 108 Rvk

eirvik(hjá)eirvik.is

588-0200
Heimilistæki frá GE, Miele, Smeg, Witt, Elica og Fisher&Paykel.

Rafbreidd ehf

Akralind 6, 201 Kópavogi

agustr(hjá)simnet.is

  544-4466     
Kæli- og frystiskápar

A. K. Tækniþjónusta ehf

Albert

avia.is/page10.html

822-7731
Gashelluborð

E. Viljar ehf

Elías Viljar Sigurðsson

616-9611
Heimilistæki (Ekki kæli-og frystiskápar)

Rofi ehf

Freyjunesi 10, 603 Akureyri

rofi(hjá)centrum.is

462-1593
Kæli- og frystiskápar

Kæliþjónusta Akureyrar ehf

Fossatúni 4, 600 Akureyri

777-1800

 

 

Ef tæki virkar ekki sem skyldi er oft hægt að leita til bæklings sem á að fylgja með öllum tækjum sem seld eru frá Eirvík heimilistækjum. Í bæklingum eru góðar leiðbeiningar varðandi uppsetningu og notkun tækjanna og þá sérstaklega hvað varðar stillingar og vandamál við notkun. Ef bæklingur finnst ekki er hægt að nálgast þá á heimasíðu Eirvíkur undir Þjónusta/Notkunarleiðbeiningar. Einnig má finna bæklinga á heimasíðum hjá framleiðendum tækjanna.

 

Ef bæklingur er ekki hjálplegur er best að hafa beint samband við viðgerðar-og þjónustuaðila Eirvíkur.  Mikilvægt er að hafa réttar upplýsingar um módelnúmer og gerð tækis, svo hægt sé að vinna með réttar teikningar af þeim við þjónustu. Tæknimiði er oftast staðsettur einhvers staðar í falsi eða í innanrými tækis og á honum má finna módelnúmer og raðnúmer.

 

Heimilistæki sem seld eru af Eirvík og notuð eru til heimilisnota eru með 2 ára ábyrgð á verksmiðju- og efnisgöllum.  Þar af leiðandi er kvörtunarfrestur á galla 2 ár frá og með söludegi.

 

Neytandi sem telur sig hafa ábyrgðarbilun verður að sanna að hann hafi keypt vöruna hjá Eirvík og framvísa nótu. 2 ára ábyrgð gildir aðeins ef um galla er að ræða en ekki vegna slits eða að fyrirmælum framleiðanda varðandi uppsetningu eða notknun hafi ekki verið fylgt. Kynnið ykkur ábyrgðarskilmála á kaupnótu vel.

V÷rumerki

miele
Jura
Liebherr
Elica
Smeg
Magimix
Fisher & Paykel
Witt