English   |   Veftré   |   A A

Miele hitaskúffur FAQ.

 

1. Spurningar varðandi almenna notkun.

2. Lausn vandamála.

 

Við mælum með hreinsi- og rekstrarvörum frá Miele fyrir öll Miele tæki. Vörurnar eru sérhannaðar til þess að vinna í fullkomnu samræmi með Miele tækjum og skila toppárangri í notkun.

 

1. Spurningar varðandi almenna notkun.

Get ég notað hitaskúffuna í annað en að halda leirtaui og mat heitum?

Að sjálfsögðu. Miele hitaskúffur geta jafnvel hjálpað til við eldamennskuna. Hægt er að hægelda kjöt, sem búið er að loka á pönnu, við lágt hitastig þar til kjötið er tilbúið. Prófið til dæmis roast beef, svínalundir, lambahrygg eða andabringur. Þú getur líka brætt súkkulaði á auðveldan og þægilegan hátt í hitaskúffunni.

Hversu mikið leirtau get ég sett í Miele hitaskúffu?

Miele hitaskúffur eru vandaðar og sterkbyggðar. Hægt er að setja 56 espresso bolla að þvermáli 6 cm í 10 cm háa hitaskúffu eða 25 cappuccino bolla að þvermáli 8,8 cm.

Mögulegt er að setja heilt matarstell fyrir 6 manns í 14 cm háa hitaskúffu. Það er 6 matardiska að þvermáli 26 cm, 6 súpuskálar að þvermáli 23 cm, 6 desertskálar að þvermáli 19 cm, ásamt 1 sporöskjulaga diski að þvermáli 32 cm, 1 disk að þvermáli 16 cm og 1 disk að þvermáli 13 cm notaða til framreiðslu. Mesta mögulega þyngd er 25 kg.

Þá getur þú hitað upp matarstell fyrir 12 manns í 29 cm háu hitaskúffunni. Það er 12 matardiska að þvermáli 26 cm, 12 súpuskálar að þvermáli 23 cm, 12 desertskálar að þvermáli 19 cm, ásamt 1 sporöskjulaga diski að þvermáli 32 cm, 1 disk að þvermáli 19 cm, 1 disk að þvermáli 16 cm og 1 disk að þvermáli 13 cm notaða til framreiðslu. Mesta mögulega þyngd er 25 kg.

Af hverju eru mismunandi stillingar með mismunandi hitastigum fyrir diska, bolla og mat í Miele hitaskúffum?

Vegna hreinlætisástæðna er mat haldið heitum á bilinu 65°C til 85°C, þannig er maturinn heitur og girnilegur þegar hann er borinn fram. Matarstell og diskar til framreiðslu eru hitaðir upp að 60°C, þannig að maturinn haldist heitur lengur á diskunum. Bollar eru aðeins hitaðir upp að 40°C þar sem varir þola ekki mikið meiri hita. Enginn ætti að brenna sig á forhituðu matarstelli.

Hvar og hvernig er best að staðsetja hitaskúffu?

Hitaskúffur eru alltaf byggðar inn í vegg með öðrum tækjum. Algengt er að staðsetja hitaskúffu undir innbyggðum kaffivélum eða ofnum.

Hvernig þríf ég “Clean steel” stályfirborðið framan á hitaskúffunni?

Mjög auðvelt er að þrífa stályfirborðið framan á hitaskúffunni. Fingraför eru síður sýnileg á “Clean steel” stályfirborði heldur en venjulegu stályfirborði. Notið aðeins rakan örtrefjaklút til þess að þurrka af stálinu, alls ekki stálhreinsi.

Hvernig þríf ég sílikon mottuna í botni hitaskúffunnar - sérstaklega ef matur hefur sullast niður á hana?

Hægt er að fjarlægja sílikon mottuna úr skúffunni. Best er að þrífa hana með röku handklæði og mildri sápu.

 

2. Lausn vandamála.

Leirtauið hitast ekki jafnt í hitaskúffunni. Hvað er hægt að gera?

Athugið hvort leirtau eða bollar séu fyrir loftopum, þannig að hitaskúffan nái ekki venjulegri loftun. Ekki stafla leirtaui í of háa stafla, reynið frekar að dreifa leirtauinu jafnt og þétt um hitaskúffuna.

Vörumerki

miele
Jura
Liebherr
Elica
Smeg
Magimix
Fisher & Paykel
Witt