English   |   Veftré   |   A A

Miele ryksugur FAQ.

 

  1. 1. Spurningar varðandi almenna notkun.
  2. 2. Filterar og aukahlutir.
  3. 3. Ráðleggingar við ryksugun á mismunandi stöðum og flötum.
  4. 4. Lausn vandamála.

 

Við mælum með notkun rekstrarvara og fylgihluta frá Miele fyrir öll Miele tæki. Vörurnar eru sérhannaðar til þess að vinna í fullkomnu samræmi með Miele tækjum og skila toppárangri í notkun.

 

1. Spurningar varðandi almenna notkun.

Hvernig finn ég réttu Miele ryksugupokana fyrir Miele ryksuguna mína?

Miele ryksugupokar eru litakóðaðir til þess að auðvelda neytendum að muna hvaða ryksugupokar passa í ryksugurnar þeirra. Módelnúmer sjást á silfurlituðum miða á maga ryksugunnar, það er þar sem hjólin eru staðsett.

Bláir ryksugupokar (GN) fyrir módelnúmer S 400i – S 456i, S 600 – S 658, S 800 – S 858, S 2000 – S 2999 og S 5000 – S 5999.

Rauðir ryksugupokar (FJM) fyrir módelnúmer S 241 – S 256i, S 290 – S 291, S 300 – S 399, S 500 – S 578, S 4000 – S 4999 og S 6000 – S 6999.

Má nota ryksugupoka frá öðrum framleiðendum heldur en Miele?

Við mælum ekki með því að nota aðra poka en “Original Miele ryksugupoka” fyrir Miele ryksuguna þína. Ryksugupokarnir frá Miele tryggja fullkomin afköst og eru þeir einu sem sjá til þess að ryksugan virki hikstalaust. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að notkun bréf ryksugupoka getur skemmt ryksuguna og fellur ekki undir ábyrgð, en það á einmitt við um notkun allra annarra ryksugupoka en “Original Miele ryksugupoka”.

Ryksugupokarnir frá Miele eru sérstaklega hannaðir fyrir Miele ryksugur. 25% meira ryk kemst fyrir í hverjum poka og erfitt er að rífa þá sökum sterkra þráða sem mynda öryggisnet út um allann pokann. Pokinn lokast einnig sjálfkrafa þegar ryksugan er opnuð og þar með kemst ekkert ryk út úr pokanum þegar skipt er um ryksugupoka.

Hvernig sé ég þegar ryksugupokinn er orðinn fullur?

Gaumljós ofan á ryksugunni segir til um hvenær skipta á um ryksugupoka. Hægt er að athuga hvenær þörf er á að skipta um poka með því að lyfta ryksuguhausnum upp frá gólfinu og setja ryksuguna á mesta mögulega sogkraft. Ef gaumljósið er alveg rautt og sýnir að pokinn sé fullur á að skipta um ryksugupoka.

Er hægt að kaupa sérstök módel af Miele ryksugum fyrir gæludýraeigendur?

Já. Miele framleiðir sérstakar “Katta og hunda ryksugur” fyrir gæludýraeigendur. Ryksugurnar koma með teppabankara sem fjarlægir dýrahár hratt og örugglega úr teppum. HEPA- eða kolafilterar fylgja ryksugunum sem sjá til þess að engin óæskileg lykt komi úr ryksugunni. Gott er að hafa í huga að hægt er að kaupa teppabankara, HEPA- og kolafiltera í flestar gerðir Miele ryksuga ef þarfir breytast í framtíðinni.

Hvernig get ég ryksugað á sem auðveldastan og þægilegastan máta?

Stilltu sogrörið í þá hæð sem hentar þér. Sogrörið ætti að vera nógu langt til þess að auðvelt sé að hreyfa ryksuguhausinn í allar áttir. Auðvelt á að vera að ýta ryksuguhausnum til og frá á gólfinu með annari hendi. Gott er að vera meðvitaður um að breyta sogkraftinum eftir því hvað verið er að ryksuga, vera bein(n) í baki og ryksuga hægt og jafnt yfir allt herbergið.

Hvernig er best að geyma ryksuguna til þess að spara pláss?

Minnst fer fyrir ryksugunni ef hún er sett lóðrétt upp á annan endann. Sogrörið er sett saman í minnstu stöðu og fest á hliðina á ryksugunni og barkanum snúið varlega utan um ryksuguna eða sogrörið.

Hvernig vel ég réttan sogkraft?

Sogkraft er hægt að stilla eftir því hvað og hvers konar efni er verið að ryksuga. Stilling fyrir sogkraft er staðsett aftast á ryksugunni á milli takkans fyrir inndraganlega snúru og on/off takkans. Flest módel eru með skýringar á myndrænu formi sem gefa til kynna hvaða sogkrafti er mælt með. Lægsti sogkraftur er fyrir gluggatjöld og létt efni (300 W), þá kemur stilling fyrir húsgögn og púða (600-700 W), svo stilling fyrir þykk loðin teppi og gólfmottur (900-1100 W), þá kemur orkusparandi stilling fyrir daglega notkun (1200-1500 W), svo stilling fyrir lítið skítugar gólfmottur eða álímd teppi (1500-1900 W) og að lokum mesti sogkraftur fyrir skítug hörð gólfefni eins og parket, flísar eða dúka (1800-2200 W).

Hvað get ég gert ef ryksuguhausinn sígur sig fastan við gólfið?

Stilltu sogkraftinn á ryksugunni miðað við gólfefnið sem verið er að ryksuga. Þessi aðgerð er auðveld á flestum Miele ryksugum þar sem áprentaðar merkingar á myndrænu formi eru staðsettar þar sem sogkrafturinn er stilltur.

Hvernig er best að ganga frá ryksugunni þegar gera á stutt hlé?

Á flestum Miele ryksugum eru tveir staðir þar sem auðvelt er að hengja sogrörið ef gera á stutt hlé. Það er ein gróp til að hengja rörið á, aftan á ryksugunni eða bak við stillingu fyrir sogkraft. Önnur gróp er síðan staðsett á annarri hvorri hlið ryksugunnar eða á maganum þar sem hjólin eru.

Má ryksuga lósíuna í Miele þurrkurum með Miele ryksugum?

Já það virkar mjög vel. Gott er að nota afþurrkunarburstan fyrir viðkvæmt yfirborð lósíunnar og kverkaspíssinn til að ná vel í ló og sand sem getur setið eftir í hurðinni þar sem lósían er sett inn.

 

 

2. Filterar og aukahlutir.

Til hvers eru auka filterarnir sem fylgja með “Original Miele ryksugupokunum”?

Tveir filterar fylgja með Miele ryksugupokunum. Grófari filterinn er mótorfilter og sá fínni útblástursfilter. Þessir filterar sjá til þess að útblástursloftið úr ryksugunni sé alltaf hreint og vernda mótorinn fyrir rykögnum. Skipta þarf um báða þessa filtera á 4 poka fresti eða um leið og nýr kassi af “Original Miele ryksugupokum” er tekinn í notkun.

Hvenær þarf að skipta um filtera í ryksugunni?

Mótor- og útblástursfilter þarf að skipta um á 4 poka fresti eða um leið og nýr kassi af “Original Miele ryksugupokum” er tekinn í notkun. HEPA- og kolafilterar eru settir í stað útblástursfilters, en þá þarf að skipta um á árs fresti. Mögulegt er að skrifa dagsetningu á filterana, þannig að auðveldara sé að muna hvenær á að skipta um þá. Mikilvægt er að skipta alltaf um mótorfilter á 4 poka fresti þó að HEPA- eða kolafilter sé notaður.

Má ég þvo ryksugufilterana og nota þá aftur?

Nei, Miele framleiðir ekki filtera sem hægt er að þvo. Góð ástæða er fyrir því. Ryk sem safnast í götum filterana þvæst ekki almennilega út. Auk þess getur vatnsbleytt rykið fest sig betur við filterana og minnkað virkni þeirra mjög mikið. Regluleg skipti á filterunum sem fylgja með “Original Miele ryksugupokunum” eru nauðsynleg til þess að tryggja fullkomin afköst hjá Miele ryksugunni þinni.

Er hægt að fá HEPA filter (ofnæmisfilter) í Miele ryksugur?

Já, það er hægt að fá HEPA filtera í flestar Miele ryksugur. HEPA filter er hannaður til að skapa hentugt umhverfi fyrir einstaklinga sem þjást af ryk- eða dýraofnæmi.  Filterinn heldur eftir 99.995% af öllum rykögnum sem fara upp í ryksuguna og sér til þess að andrúmsloftið á heimilinu verður heilnæmt og hreint.

Hvað gerir kolafilter og í hvaða tilfellum er mælt með honum?

Kolafiltera er hægt að fá í flestar gerðir Miele ryksuga. Kolafilter er fullkominn ef gæludýr eru á heimilinu. Filterinn inniheldur virk kol sem draga í sig óæskilega lykt úr ryksugupokanum.

Get ég notað aukahlutina af gömlu Miele ryksugunni minni á nýju Miele ryksuguna mína?

Já, þú getur notað aukahlutina af gömlu ryksugunni á þá nýju. Þvermál sogröra, handfanga og ryksuguhausa hefur ekkert breyst hjá Miele í gegnum tíðina.

Hvernig fjarlægi ég hár og þræði sem hafa ofið sig inn á teppabankarann?

Slökkvið á ryksugunni og takið úr sambandi. Klippið hárin sem hafa ofið sig um teppabankarann með skærum á mörgum stöðum. Ryksugan er síðan aftur sett í gang og ryksugun haldið áfram og þá eiga hárin að sogast sjálfkrafa upp í ryksuguna.

Hvaða ryksuguhaus hentar best á teppi?

Alhliða ryksuguhausinn sem kemur að staðaldri með flestum Miele ryksugum er tilvalinn fyrir daglega notkun. Setjið hárin upp þannig að ryksuguhausinn sjúgi sig ekki fastann við teppið. Teppabankari fjarlægir ryk og hár á áhrifaríkari hátt en alhliða ryksuguhausinn og veitir dýpri hreinsun. Mælt er með teppabankara fyrir gæludýraeigendur.

Hvaða ryksuguhaus hentar best á hörð gólf?

Alhliða ryksuguhausinn sem kemur að staðaldri með flestum Miele ryksugum er tilvalinn fyrir daglega notkun. Setjið hárin niður þannig að ryksuguhausinn rispi ekki gólfið. Við mælum með parketbursta fyrir hágæða viðargólf. Parketburstinn er léttur, með mjúkum hárum og sérhannaður til þess að fara vel með hörð gólfefni.

Hvaða aukahlut get ég notað til þess að ryksuga brauðmylsnu úr eldhúsinu?

Afþurrkunarburstinn sem kemur með öllum Miele ryksugum er hentugastur á brauðmylsnu í eldhúsinu. Hann er hægt að nota til að ryksuga upp úr innréttingunni í eldhúsinu, borðplötu og í kring um brauðristina.

  

3. Ráðleggingar við ryksugun á mismunandi stöðum og flötum.

Hvernig er best að ryksuga rimlagardínur og ofna?

Best er að nota ofnabursta til þess að ryksuga litla rýmið í ofnum og á milli rimla í rimlagardýnum. Ofnaburstinn er lítill aukahlutur sem er settur framan á kverkaspíssina sem fylgir með öllum Miele ryksugum. Hægt er að kaupa ennþá lengri kverkaspíss ef ofnarnir eru mjög djúpir.

Hvernig er best að fjarlægja mikil óhreinindi af teppum?

Við mælum með teppabankara til þess að ná sem bestri hreinsun á teppum. Teppabankarinn er með snúningsbursta sem sópar upp óhreinindum um leið og ryksugan sogar þau upp, en þetta losar um erfið óhreinindi. Athugið að tvær stærðir eru til af teppabankara.

Hvernig er best að ryksuga fínt ryk sem kemur við borun áður en það dreifist út um allt herbergið?

Fjarlægið sogrörið af ryksugunni og haldið opinu á olnboganum upp á við beint undir gatinu sem á að bora. Hafið kveikt á ryksugunni meðan borun á sér stað og ryksugið síðan inn í gatið sem var borað. Á þennan hátt endar allt rykið inni í ryksugunni en ekkert dreifist í andrúmsloft eða gólf. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að fínt ryk getur sest inn á mótor ryksugunnar og eyðilagt hana. Því má aðeins ryksuga mjög lítið magn af fínu ryki og skipta þarf strax um ryksugupoka þegar gaumljós segir til um.

Hvernig ryksuga ég viðkvæm handknýtt eða ofin teppi, eins og persknesk teppi?

Best er að nota teppastillingu á alhliða burstanum sem kemur með flestum Miele ryksugum. Veljið stillingu fyrir þykk loðin teppi og gólfmottur (900-1100 W). Forðist að nota teppabankara þar sem þeir gætu skemmt viðkvæman vafninginn í teppunum.

Hvernig get ég ryksugað gardínur varlega?

Best er að nota húsgagnabursta, sem fylgir með öllum Miele ryksugum, til þess að ryksuga gardínur og stilla sogkraft á stillingu fyrir gardínur og létt efni (300 W).

Hvernig get ég ryksugað viðkvæm yfirborð og parket án þess að rispa þau?

Best er að nota afþurrkunarburstann til þess að þurrka af viðkvæmum yfirborðum eins og hljómtækjum eða fornum mublum. Hins vegar mælum við með parketbursta þegar um viðkvæmt hágæða parket er að ræða. Afþurrkunarburstinn fylgir með öllum Miele ryksugum en parketburstinn er aukahlutur sem hægt er að kaupa og nota í stað alhliða ryksuguhausins.

Hvernig ryksuga ég bílinn að innan?

Hægt er að fá sérstaka tösku með ryksugufylgihlutum fyrir bíla. Í töskunni er lítill teppabankari, löng kverkaspíss og 3 metra löng sogslanga með fínum bursta á endanum. Teppabankarinn er tilvalinn til þess að ryksuga sætin og teppið í skottinu, kverkaspíssin kemst vel á milli allra sæta og sogslangan hjálpar til við að ryksuga loftinntök í bílnum. Athugið að löngu kverkaspíssina og teppabankarann er hægt að kaupa sér.

  

4. Lausn vandamála.

Ryksugan slekkur allt í einu á sér. Hvað getur valdið?

Allar Miele ryksugur eru með yfirhitavörn. Ef loftflæði um ryksuguna minnkar mjög mikið, til dæmis sökum stórra hindrana í sogrörinu eða yfirfulls ryksugupoka, slekkur ryksugan sjálfkrafa á mótornum eftir ákveðinn tíma. Takið ryksuguna úr sambandi, fjarlægið hindranir ef þær eru til staðar eða skiptið um ryksugupoka. Ryksugan þarf tíma til að kólna en oftast er hægt að kveikja á henni aftur eftir 20-30 mínútur. Gott er að hafa í huga að ef filterar eru teknir út og ryksugan skilin eftir opin á meðan hún kólnar styttist biðtíminn og ryksugan kólnar hraðar.

Vond lykt kemur upp þegar ég ryksuga. Hvað er hægt að gera?

Settu kolafilter í ryksuguna. Virku kolin í filternum draga í sig óæskilega lykt úr ryksugupokanum.

Gaumljós sýnir að poki sé fullur en þegar betur er að gáð virðist hann hálf tómur. Hvað veldur?

Gaumljósið segir ekki til um hversu mikið ryk er í ryksugupokanum heldur hversu góð filtrunin í ryksugupokanum er. Ef fínt ryk hefur verið ryksugað upp fillast litlu götin á ryksugupokanum hraðar en ef stórar agnir eru ryksugaðar. Skiptið um ryksugupoka stax og gaumljós segir til um það, jafnvel þó hann virðist hálf tómur.

Gaumljós sýnir ekki að poki sé fullur en hann virðist fullur viðkomu. Hvað veldur?

Gaumljósið segir ekki til um hversu mikið ryk er í ryksugupokanum heldur hversu góð filtrunin í ryksugupokanum er. Ef mikið af stórum hlutum, eins og laufblöðum, fyllir ryksugupokann fyllist hægar í litlu götin á ryksugupokanum heldur en ef fínar agnir eru ryksugaðar. Ágætt gæti verið að skipta um ryksugupoka þó svo að gaumljósið gefi það ekki til kynna. Þannig má forðast það að stórar hindranir festist í sogröri þar sem að þær kæmust ekki fyrir í ryksugupokanum.

Stundum fæ ég smá straum þegar ég snerti sogrörið. Hvernig forðast ég það?

Núningur rykagna í sogröri og barka hlaða ryksuguna upp af rafmagni. Þessi straumur sleppur þegar sogrörið er snert. Straumurinn er ekki hættulegur en getur verið óþægilegur. Flestar Miele ryksugur eru með stálvír í olnboganum, sem festir saman sogrörið og barkann, en með því að snerta þennan vír meðan ryksugað er kemur engin staumur úr ryksugunni.

Hvernig get ég sótt hluti sem ég hef óvart ryksugað upp?

Stundum er eina leiðin sú að skera í sundur ryksugupokann. Gott ráð þegar litlir hlutir með segulsvið, t.d. skartgripir og mynt, eru ryksugaðir upp er eftirfarandi: Slökkvið á ryksugunni og fjarlægið ryksugupokann. Látið segulstál upp við ryksugupokann og færið til þar til málmhluturinn hefur fest sig við segulstálið. Færið þá segulstálið í átt að opi ryksugupokans og fjarlægið málmhlutinn úr pokanum.

Hvernig fjarlægi ég stórar hindranir úr sogrörinu?

Aðskiljið ryksuguhausinn, sogrörið, olnbogann og barkann. Flestar hindranir er einfaldlega hægt að hrista út úr olnboganum og ryksuguhausnum. Gott er hins vegar að nota kústskaft eða eitthvað sambærilegt til þess að ýta hindrunum út úr barkanum eða sogrörinu.

Vörumerki

miele
Jura
Liebherr
Elica
Smeg
Magimix
Fisher & Paykel
Witt