English   |   Veftré   |   A A

Vínkæliskápar - FAQ

 

Hvert er besta geymsluhitastig fyrir allt vín?

Besta langtíma-geymsluhitastig á víni er milli +10 °C og  +12 °C. Með hækkandi hitastigi eykst hreyfiorka vín-sameinda sem veldur hraðari þroskun á víninu sem svo leiðir til þess að gæði vínsins versna. Þar að auki er nauðsynlegt að hitastiginu sé haldið eins stöðugu og mögulegt er því flökt á hitastigi skerðir gæði víns.

 

Hvert er besta neysluhitastig á víni?

Það skiptir ekki síður máli við hvaða hitastig vín er neytt. Rauðvín á að bera fram heitara en hvítvín vegna þess að rauðvín inniheldur meira tannín. Tannín bregst við súrefni  hraðar þegar hitastig víns hækkar. Þetta er nákvæmlega það sem gerist þegar rauðvíni er leyft að "anda" því fulkomnu bragði og ilm víns er einungis náð eftir að vínið hefur sameinast súrefni. Hversu lengi þarf að leyfa víni að anda er mismunandi en þumalputtareglan er að því lengur sem vínið þroskaðist í tunnu þeim mun lengur  þarf vínið að fá að anda.

 

Hvernig tryggi ég bestu loftskilyrði fyrir vín?

Vín "andar" og því skiptir gæði loftsins sem umlykur vínið miklu máli til þess að vínið geti þroskast rétt við geymslu. Sé vín geymt með matvælum þá geta matvælin megnað vínið og eyðilagt það. Þar að auki getur ein skemmd vínflaska smitað útfrá sér og eyðilagt aðrar vínflöskur. Af þeim ástæðum eru Liebherr víngeymsluskápar með kolafilter sem kemur í veg fyrir að svona lagað geti gerst (Skipta þarf um filter einu sinni á ári).

Rakaskilirði eru ekki síður mikilvæg. Korktappar eru þess eðlis að þeir þorna og skreppa saman ef þeir eru ekki nægilega rakir. Þetta veldur því að súrefni kemst í meiri mæli í snertingu við vínið og getur eyðilagt vínið sé verið að geyma það. Liebherr víngeymsluskápar viðhalda 50% til 80% raka þannig korktappar þorna ekki.

Korktappar:  Vínið andar og þarf geymslu við bestu loftskilyrði og rakaskilyrði

Skrúfutappar:  Vínið hefur aðeins aðgang að súrefninu sem er inní flöskunni og andar ekkert. Vínið   þroskast mjög hægt

Gervitappar:  Tapparnir hleypa of miklu lofti inní flöskuna og þær henta því ekki til langtíma geymslu

 

Hver eru bestu geymsluskilyrði víns?

Best er að geyma vín með korktöppum liggjandi til þess að halda korktöppunum rökum (Skiptir ekki máli fyrir vín með skrúfutöppum).

Við geymslu á víni er lykilatriði að geymslu sé ekki raskað. Hljóð frá vinnuvélum, umferð, fótboltaleikjum o.fl. getur skemmt gömul vín því hljóðin hrista uppí víninu og truflar setið í víninu. Þetta getur leitt til þess að vín bragðast einkennilega og sé ekki í jafnvægi.

Í Liebherr víngeymsluskápum er pressa með lágmarks titringi og flöskur eru geymdar liggjandi.

 

Hvernig virkar vörn gegn UV geislum?

Ljós, og þá sérstaklega útfjólublátt ljós(UV), veldur óeftirsóttum efnahvörfum í víni. Afleiðingarnar eru sjáanlegar: föl rauðvín og gull-gulleit hvítvín. UV geislar eyðileggja jafnvægið í víninu  og gera ilm og bragð flatt. Sem vörn gegn UV geislum þá setja framleiðendur vín í brúnar eða grænar flöskur. Það er hins vegar ekki nóg fyrir flöskur sem eru ekki geymdar í myrkri. Glerhurðar á víngeymsluskápum frá Liebherr  eru með vörn gegn UV geislum og verja líka gegn hita sem myndast að völdum ljóss.

 

Vörumerki

miele
Jura
Liebherr
Elica
Smeg
Magimix
Fisher & Paykel
Witt