English   |   Veftré   |   A A

Miele þvottavélar FAQ.

  1. 1. Spurningar varðandi þvottagæði.
  2. 2. Blettir, bleiking og fatalitun.
  3. 3. Spurningar varðandi almenna notkun.
  4. 4. Lausn vandamála.

 

Athugið að Miele bíður upp á úrval þvotta- og hreinsiefna fyrir þvottavélar. Þau eru sérhönnuð til þess að vinna í fullkomnu samræmi við Miele þvottavélarnar og skila toppárangri.

 

1. Spurningar varðandi þvottagæði.

Þvotturinn minn er harður viðkomu eftir að hann er orðinn þurr. Hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir það?

Það geta verið nokkrar mögulegar ástæður fyrir þessu:

  1. 1. Föt sem eru þurrkuð í sólskini geta orðið hörð. Mögulegt er að nota þurrkara í staðinn. Þurrkarinn snýr fötunum meðan þau þorna sem kemur í veg fyrir að þau harðni.
  2. 2. Harður þvottur getur bent til þess að ónægt þvottaefni hafi verið notað. Vertu viss um að nota rétt magn þvottaefnis miðað við vatnshörkuna á þínu svæði.
  3. 3. Hægt er að nota mýkingarefni ef þú vilt fá mýkri þvott.

Hvernig forðast ég krumpuð föt?

Krumpur í fatnaði koma sökum núnings við aðrar flíkur og snúningsins í þvottavélinni. Til að forðast krumpur er best að snúa öllum flíkum á rönguna, hneppa öllum tölum og hnöppum og renna upp rennilásum. Vinsamlegast farið eftir fatamerkingum, veljið rétt þvottakerfi fyrir fatnaðinn og setjið ekki of mikið af fötum í vélina í einu. Minni snúningshraði skilar sér í minni krumpum.

Hvernig kem ég í veg fyrir að litaður fatnaður upplitist?

Fyrir bestan árangur á lituðum og svörtum fatnaði mælum við með því að nota þvottaefni fyrir litaðan þvott frá Miele sem hefur verið sérhannaður til þess að vinna í fullkomnu samræmi með Miele þvottavélinni þinni. Vinsamlegast athugaðu fatamerkingar um leyfilegan hámarkshita þar sem litur dofnar oft við háan hita. Mikilvægt er að flokka og þvo litaðan þvott sérstaklega frá hvítum þvotti. Að lokum er gott að sleppa öllum alhliða þvottaefnum þar sem þau innihalda oft bleikingarefni sem lýsir upp fatnaðinn.

Hvernig kem ég í veg fyrir að hvíti þvotturinn verði grár með tímanum?

Gránun hvítra flíka á sér oftast stað ef litaður þvottur er þveginn með hvítum þvotti eða ef dökkar merkingar (t.d. logo) eru á hvítum fötum. Rangt þvottaefni sem er án bleikingarefna getur líka orsakað gránun. Bleikingarefni eru ómissandi til þess að halda hvítum fatnaði hvítum til lengri tíma. Notkun of lítils þvottaefnis eða of lítils mýkingarefnis getur valdið gránun með tímanum þar sem kalkleifar geta sest á milli fataþráðanna. Þegar hvít föt eru orðin grá er mjög erfitt að fjarlægja grámann, jafnvel ómögulegt.

Fyrir bestan árangur á hvítum fatnaði mælum við með því að nota þvottaefni fyrir hvítan þvott frá Miele sem hefur verið sérhannað til þess að vinna í fullkomnu samræmi með Miele þvottavélinni þinni. Setjið blettahreinsi á bletti og látið virka í 10-15 mínútur. Notið rétt magn af þvottaefni miðað við hversu skítug fötin eru og miðað við vanshörku á svæðinu og veljið að lokum hæsta leyfilega hita miðað við fatamerkingar.

Hvernig kem ég í veg fyrir að fatnaður krumpist mikið á meðan á þvotti stendur?

Vaxkökutromlan er hönnuð þannig að þunn filma af vatni myndast á milli flíkanna og tromlunnar. Þvotturinn rennur mjúklega til á þessari filmu og krumpur í fatnaði minnka mjög mikið. Mest hætta er á krumpuðum fatnaði ef of mikið er látið í vélina. Þar af leiðandi er best að fylgja leiðbeiningum um fatamagn á mismunandi þvottakerfum og minnka snúningshraða þegar það á við.

Fötin mín eru með litlum götum eftir þvott. Hvað getur valdið?

Orsakirnar geta verið nokkrar. Einhver hlutur gæti verið í tromlunni eða hurðargúmmíinu sem orsakar þetta, vinsamlegast athugaðu það. Við mælum með því að þvo fötin á röngunni, hneppa öllum hnöppum, loka krækjum og renna upp rennilásum, þar sem allt þetta bíður upp á skarpar brúnir. Einnig er hægt að notast við þvottanet.

Hvaðan koma dökkgráu fituleifarnar sem eru sjáanlegar á þvottinum mínum eftir þvott?

Stórar dökkgráar fituleifar geta myndast og flotið um í vatninu ef of lítið þvottaefni er notað á skítugan fatnað. Ástæða þess að þessar fituleifar myndast er sú að ekki er nóg af virku efni, sem kemur úr þvottaefninu, til að leysa alla fituna upp. Fitan sest því aftur á fötin og inn á vélina sjálfa. Til að losna við fituleifar úr fatnaðinum þarf að þvo hann á löngu kerfi og á hæsta leyfilega hitastigi miðað við fatamerkingar. Notið magn þvottaefnis miðað við skítug föt og ekki er verra að þvo einnig fötin á forþvotti. Til að losna við fituleifar sem safnast hafa inn á þvottavélina sjálfa þarf að keyra hana í nokkur skipti á suðu 95°C með góðum skammti af alhliða þvottaefni með bleikiefnum.

Af hverju lykta nýþvegnu fötin mín illa?

Algeng orsök er of lítið þvottaefni. Næst þegar þú þværð skaltu fylgjast með magnmerkingum á þvottaefninu sjálfu, en þar spilar bæði vatnsharka og það hversu skítug fötin eru inn í. Notaðu magn þvottaefnis miðað við skítug föt, vatnshörku á þínu svæði, langan þvottatíma og hæsta leyfilega hita fyrir flíkurnar samkvæmt fatamerkingum. Ef þetta er gert reglulega ætti lyktin að hverfa. Til að koma í veg fyrir vonda lykt alveg frá byrjun er mikilvægt að nota þvottaefni með bleikiefnum af og til og þvo á háu hitastigi í vélinni reglulega. Látið fatnaðinn ekki liggja lengi rakann inni í vélinni eftir að þvottakerfi er lokið né heldur áður en sett er í vélina. Lykt getur einnig færst frá einni flík til annarar í þvotti, þannig að best er að athuga fatnaðinn vel áður en hann fer inn í þvottavélina.

 

2. Blettir, bleiking og fatalitun.

Hvernig fjarlægi ég brúna, ryðlitaða bletti úr fatnaði. Hvað gæti valdið þessum blettum?

Slíkir blettir koma venjulega vegna frjókorna, plöntu- eða ávaxtasafa. Ef meðhöndlun er ekki rétt fyrir þvott geta blettirnir oxast með tímanum og orðið brúnir. Blettirnir geta verið mjög erfiðir en oftast virkar best að setja blettaeyði á þá í 10-15 mínútur og láta fatnaðinn þar á eftir á langt þvottakerfi með hæsta leyfilega hita samkvæmt fatamerkingum.

Hvernig fjarlægi ég blóðbletti úr fötum?

Notist við blettakerfi í Miele þvottavélum sem bjóða upp á það og fylgið leiðbeiningum á skjá. Oft virkar best að láta kalt vatn renna á blóðið til að skola það úr eða láta í saltað vatn. Örlítil ammóníakslausn hentar vel á gamla bletti.

Hvernig fjarlægi ég olíubletti úr fatnaði?

Notist við blettakerfi í Miele þvottavélum sem bjóða upp á það og fylgið leiðbeiningum á skjá. Oft virkar vel að setja alkóhól á blettinn og þar á eftir terpentínu. Endurtakið þetta þó nokkrum sinnum. Hellið svo lausn af vatni og fljótandi þvottaefni á blettinn og látið standa. Því næst er hægt að þvo flíkina venjulega í þvottavél.

Hvernig get ég fjarlægt svita og svitalyktareyðisbletti úr fatnaði?

Svitalyktareyðar innihalda oft álsölt (aluminum salts) sem geta skilið eftir sig bletti á fatnaði þrátt fyrir góð þvottaefni. Hægt er að láta lausn á blettina með 5% sítrónusýru sem er látin virka í tvo til þrjá tíma áður en flíkin er þvegin í þvottavél. Athugið þó að lituð föt geta upplitast við þessa meðferð.

Má bleikja fatnað í Miele þvottavél?

Bleikingarefni sem innihalda súlfúr efnasambönd geta valdið tæringu í þvottavélinni. Þar af leiðandi henta þau ekki í þvottavélina. Gott er að bleikja föt í bala og skola vel áður en þau eru þvegin í þvottavélinni.

Má ég lita fatnað með fatalit í Miele þvottavél?

Fataliturinn þarf að vera gerður fyrir notkun á heimilum og í heimilisþvottavélum, en einungis má nota það magn sem þarf fyrir heimilisaðstæður. Athuga þarf vel leiðbeiningar á fatalitnum, til að sjá hvort þetta á við, áður en hann er notaður.

 

3. Spurningar varðandi almenna notkun.

Af hverju þarf innlegg í sápuhólf fyrir fljótandi þvottaefni?

Nauðsynlegt er að nota innlegg í sápuhólf fyrir fljótandi þvottaefni, bæði ef þvo á forþvott og aðalþvott, en sér innlegg fæst fyrir hvoru tveggja. Innleggin sitja inni í sápuhólfinu og sjá til þess að fljótandi þvottaefnið leki niður í þvottavélina á réttum tíma í þvottakerfinu.

Má ég nota fljótandi þvottaefni í forþvott eins og í aðalþvott?

Já, notið innlegg fyrir fljótandi þvottaefni sem er sett ofan í forþvottahólfið.

Þarf ég að afkalka þvottavélina reglulega?

Afkölkun er oftast óþörf ef rétt magn af þvottaefni er alltaf notað. Kalkleifar myndast helst ef of lítið þvottaefni er notað.

Hvernig get ég gengið frá þurrkaranum ofan á þvottavélinni á öruggan hátt?

Í flestum tilfellum passa Miele þurrkarar ofan á Miele þvottavélar. Notið millibretti frá Miele sem fest er með skrúfum ofaná þvottavélina. Þurrkarinn situr þá á brautum ofan á millibrettinu og báðar vélarnar eru kyrfilega festar.

Þvottatíminn breytist á meðan á þvottakerfi stendur. Af hverju?

Þetta er ekki bilun. Þvottavélin notar skynjara til að meta þvottaþyngd og aðlagar síðan magn vatns og lengd þvottar eftir því. Þvottatíminn breytist því í mörgum tilfellum en þetta er meðal annars ástæða þess hversu hagkvæmar og umhverfisvænar Miele þvottavélarnar eru.

Af hverju þurfum við vatn í þvotti?

Vatn gegnir margvíslegu hlutverki í þvotti. Það meðal annars leysir upp og flytur þvottaefnið. Smígur á milli fataþráða sem sápulögur og losar um skít og þvær í burtu. Mjög skítugan fatnað er aðeins hægt að þrífa með hjálp vatns.

Þarf ég að þrífa gildruna í þvottavélinni reglulega?

Já, við venjulegar heimilisaðstæður er gott að þrífa gildruna á þriggja mánaða fresti.

Hvernig held ég hólfinu fyrir þvottaefni hreinu?

Fjarlægið allar þvottaefnisleifar reglulega með heitu vatni. Dragið hólfið alla leið út úr þvottavélinni þar til þið finnið fyrirstöðu. Ýtið þá gula hakinu niður og togið hólfið áfram út úr vélinni. Þrífið, með heitu sápuvatni, bæði hólfið fyrir þvottaefni og inni í þvottavélinni þar sem hólfið gengur inn.

Það er afgangsvatn í hurðarfalsinum. Er það eðlilegt?

Já. Hurðargúmmíið er hannað þannig að litlir hlutir, svo sem bréfaklemmur eða tölur, sem flækjast inn í þvottavélina safnist þar saman á meðan á þvotti stendur. Smá afgangsvatn í hurðarfalsi er því ekkert áhyggjuefni og óþarfi er að fjarlægja það.

Hvernig þríf ég stjórnborðið og framhliðina á þvottavélinni?

Þrífið stjórnborð og framhlið með mildu sápuvatni og þurrkið yfir með þurrum klúti. Forðist að nota sterk hreinsiefni , gler- eða alhreinsiefni, þar sem þau geta skemmt plastyfirborðið á þvottavélinni.

Hvernig er best að fjarlægja myglu úr hurðargúmmí eða hólfinu fyrir þvottaefni?

Best er að fjarlægja myglu úr hurðargúmmí og hólfinu fyrir þvottaefni með mjúkum klút, heitu vatni og alhliða hreinsiefni til heimilisnota. Gildruna þyrfti líka að þrífa til að sjá til þess að öll vélin verði hrein. Keyrið þá vélina tóma með þvottaefni á suðu 95°C. Til að forðast myglu þarf að sjóða reglulega í þvottavélinni og nota rétt magn þvottaefnis.

 

4. Lausn vandamála.

Til að koma í veg fyrir skemmdir á fatnaði og þvottavélinni sjálfri er gott að athuga alla vasa og sjá til þess að þeir séu tómir áður en flíkur eru settar inn í vélina. Einnig er góð regla að athuga hurðargúmmíið í lok þvottar.

Þvottavélin fer ekki af stað. Hvað gæti verið að?

Athugið hvort rafmagn sé á þvottavélinni, bæði með því að athuga hvort innstunga sé í sambandi og hvort einhverju hafi slegið út í rafmagnstöflu. Athugið hvort hurðinni sé lokað almennilega og hvort rétt þvottakerfi hafi verið valið og staðfest.

Athugið inntak / afrennsli birtist á skjá. Eða gaumljósið við inntak / afrennsli er upplýst. Hvað á ég að gera?

Ef athugið inntak birtist á skjánum hefur inntakið skaðast eða eitthvað er að stífla það. Athugið hvort vatnskraninn sé nægilega opinn, vatnsþrýstingur sé að minnsta kosti 1 bar, hvort engin beygla sé á inntaksslöngunni og hvort vatnsinntaksfilterinn sé hreinn og engin aðskotaefni séu að stífla hann.

Ef athugið afrennsli birtist á skjánum er oftast um tvennt að ræða. Annars vegar getur affallsslangan verið staðsett of hátt og vélin átt í erfiðleikum með að dæla út af sér. Passið að slangan sé ekki staðsett hærra en 1 metra frá gólfi. Hins vegar getur affallsfilterinn verið stíflaður með aðskotaefnum. Þrífið affallsfilterinn og gildruna í þvottavélinni.

Sumar vélar gera ekki upp á milli inntaks og afrennslis og í þeim tilfellum þarf að athuga allt hér að ofan.

Ég get ekki opnað hurðina á þvottavélinni. Hvað gæti verið að og hvernig er hægt að opna hurðina?

Til þess að hurðin opnist á þvottavélinni verður að vera kveikt á henni. Hurðin opnast ekki eftir að ákveðið miklu vatni hefur verið dælt inn á vélina, ef tromlan er ennþá að snúast, ef hitastigið á þvottinum er yfir 55°C eða ef öryggislás hefur verið virkjaður. Athugið fyrst hvort þvottavélin sé í sambandi, hvort engu hafi slegið út í rafmagnstöflu og hvort vélin hafi náð að dæla vatninu út af sér. Miele þvottavélar eru með neyðaropnun ef eitthvað kemur upp á. Hún er staðsett hjá gildrunni neðst vinstra megin á þvottavélinni. Vinsamlegast athugið að ef verið er að þvo á háum hitastigum getur vatnið valdið bruna.

Hvað get ég gert ef vond lykt byrjar að koma úr þvottavélinni?

Ef þvegið er á lágum hitastigum til langs tíma með litlu þvottaefni geta lífrænar leifar myndast í þvottavélinni sem lykta ekki vel. Þvoið reglulega í þvottavélinni á suðu 95°C eða 1-2 í mánuði hið minnsta. Við mælum með því að nota þvottaefni frá Miele fyrir hvítan þvott þegar soðið er í vélinni. Gott er að skilja hurðina eftir opna á þvottavélinni eftir þvott og einnig er gott að skilja sápuhólfið eftir opið því þá loftar um alla vélina.

Hvað get ég gert þegar skjárinn er dökkur og/eða þvottakerfið fer ekki í gang?

Ekkert rafmagn er á vélinni. Vinsamlegast athugið hvort þvottavélin sé í sambandi, hvort hurðin sé rétt lokuð og einnig hvort slegið hafi út í rafmagnstöflu.

Hver gæti verið ástæða þess að þvottavélin vindur ekki nógu vel og þvotturinn skilar sér út blautur?

Miele þvottavélar skynja ójafnvægi sem getur orðið í tromlunni ef þyngd fatnaðar raðast ekki rétt. Ef mikið ójafnvægi kemur fram í lokavindingu minnkar þvottavélin sjálfvirkt vinduhraðann. Til að komast hjá þessu er gott að þvo bæði stóra og litla hluti í einu sem gefur betri dreifingu á þvottinum. Mikilvægt er að þvottavélin standi bein og sé rétt stillt, þar sem jafnvel lítill halli getur orsakað ójafnvægi. Að lokum þarf að athuga hvort affallsslangan sé nokkuð staðsett hærra uppi en 1 metra frá gólfi, aðeins þá getur vélin dælt út af sér án hindranna.

Af hverju breytist áætlaður þvottatími eftir að þvottakerfi er farið af stað?

Eftir að þvottakerfi hefur verið sett af stað birtist áætlaður vinnutími á skjá. Á fyrstu 10 mínútum þvottar metur þvottavélin hversu mikið vatn fatnaðurinn dregur í sig og hversu þungur hann er og hefur það áhrif á þvottatíma. Breyting á tíma kemur svo upp á skjánum þegar þvottavélin hefur metið alla þætti.

Ljós við forþvott, aðalþvott eða skolun blikka. Hvað á að gera?

Slökktu á þvottavélinni, kveiktu svo á henni aftur og settu þvottakerfið í gang upp á nýtt. Ef þetta heldur áfram að gerast er best að hafa samband við þjónustudeild Eirvíkur.

Skrítin hljóð heyrast á meðan á þvotti stendur. Hvað er að?

Ef skrítin hljóð koma þegar þvottavélin er að byrja að dæla inn á sig vatni eða í enda þess að hún er að dæla út af sér vatni, er ekki um bilun að ræða. Athugaðu hvort fætur þvottavélarinnar séu rétt stilltir og vélin vinni bein. Í enda þvottakerfis er gott að athuga hvort einhver aðkomuhlutur gæti verið inni í þvottavélinni sem er að slást til.

Ljósið í tromlunni er bilað (á ekki við um öll módel). Get ég samt þvegið í þvottavélinni?

Þvottavélin mun ennþá þvo eins og venjulega þrátt fyrir að einhver vandamál séu með ljósið. Athugaðu hvort hulstrið utan um peruna sé óbrotið og fest rétt. Hægt er að sjá hvernig skipta á um peru í leiðbeiningabæklingi.

Hvað gæti valdið því að mýkingarefnið situr fast í hólfinu fyrir þvottaefni?

Líklegasta skýringin er að hólfið fyrir mýkingarefni sé stíflað eða sitji ekki rétt í sápuhólfinu. Þrífið hólfið fyrir þvottaefni og mýkingarefni vel og setjið aftur á sinn stað.

 

Vörumerki

miele
Jura
Liebherr
Elica
Smeg
Magimix
Fisher & Paykel
Witt