English   |   Veftré   |   A A

Miele uppþvottavélar FAQ.

 

 1. 1. Spurningar varðandi almenna notkun.
 2. 2. Hvaða hluti má setja í uppþvottavél?
 3. 3. Spurningar varðandi þvottakerfi.
 4. 4. Lausn vandamála.

 

Athugið að Miele bíður upp á úrval þvotta- og hreinsiefna fyrir uppþvottavélar. Þau eru sérhönnuð til þess að vinna í fullkomnu samræmi við Miele uppþvottavélarnar og skila toppárangri.

 

1. Spurningar varðandi almenna notkun.

Eru einhver grundvallaratriði sem þarf að hafa í huga þegar leirtau er þrifið í Miele uppþvottavél?

Já, það eru sex atriði sem hafa þarf í huga:

 1. 1. Fjarlægið stórar matarleifar af leirtaui áður en það er sett í uppþvottavélina.
 2. 2. Óþarfi er að hreinsa leirtau í höndunum áður en það er sett inn í vélina.
 3. 3. Staflið diskum, glösum og hnífapörum rétt í vélina.
 4. 4. Fyllið uppþvottavélina af leirtaui í hvert skipti til að spara orku og vernda umhverfið.
 5. 5. Verið viss um að vélin sé með nóg af gljávökva og salti, ef það á við.
 6. 6. Veljið þvottakerfi sem hentar leirtauinu sem er í uppþvottavélinni.

Er hægt að setja glös á háum fæti og diska með stóru þvermáli í Miele uppþvottavél?

Leirtau og glös koma í öllum stærðum og gerðum. Auðvelt er að aðlaga uppþvottavélina að þínum þörfum. Milligrindin er hækkanleg í öllum Miele uppþvottavélum og þar af leiðandi er aldrei vandamál að koma stórum matardiskum eða fötum fyrir í neðstu grindinni. Sum módel eru svo með sérstökum eyrum sem halda glösum á háum fæti örugglega á sínum stað. Eyrun eru staðsett í neðstu grindinni og stundum einnig í milligrindinni.

Hversu sveigjanlegar eru Miele grindurnar?

Milligrindina er hægt að hæðastilla mismunandi, allt eftir þörfum, til að ná hærri hæð í neðstu grindinni. Möguleiki er að skástilla milligrindina sem gefur möguleika á níu mismunandi stillingum á grindinni. Þessi sveigjanleiki í uppþvottavélinni er einstakur á markaðnum.

Hvernig er hægt að vera umhverfisvæn(n) þegar uppþvottavél er notuð?

Miele uppþvottavélar eru sérstaklega hagkvæmar og umhverfisvænar. Orkusparandi kerfið í uppþvottavélunum notar einungis 10 lítra af vatni og 0,83 kWh af rafmagni. Fylltu uppþvottavélina af leirtaui áður en þú setur hana af stað og ekki hreinsa allt leirtauið undir rennandi vatni áður en þú setur í vélina. Með þessu getur þú verið umhverfisvæn(n) með Miele uppþvottavélinni þinni.

Er mögulegt að stytta þvotta- og þurrkunartímann í Miele uppþvottavélum?

Sum módel eru með svokallaðan “Turbo” takka, en með því að nota hann má stytta þvotta- og þurrktíma um allt að 50 mínútur, án þess að það komi niður á þrifgæðum.

Hvernig næst góður árangur í þurrkun í Miele uppþvottavélinni?

 1. 1. Gljávökvi þarf að vera nægur í vélinni og vélin stillt á viðeigandi magnlosun gljávökvans.
 2. 2. Veljið viðeigandi kerfi fyrir leirtauið sem sett er í vélina.
 3. 3. Raðið diskum þannig að vatn geti auðveldlega komist á milli og hreinsað þá. Staðsetjið glös og bolla hallandi í vélinni og holar skálar með opinu niður á við.
 4. 4. Opnið hurðina alveg eftir að þvottakerfi er lokið en það hraðar þurrkun. Með þessu kólna diskarnir einnig hraðar og stuttur tími líður þar til hægt er að taka þá úr vélinni.

Vatnsharkan á mínu svæði er mjög lág. Þarf samt að setja salt í uppþvottavélina?

Óþarfi er að setja salt í uppþvottavélar ef vatnsharkan er undir 4°d að staðaldri. Hafið þó í huga að uppþvottavélina þarf að stilla miðað við vatnshörkuna á svæðinu sem hún er notuð á.

Hvernig virkar gljávökvi?

Fullkomin þurrkun næst með notkun gljávökva. Gljávökvi minnkar yfirborðsspennu vatns. Leirtauið er þakið þunnri filmu af vatni, í stað stórra dropa, sem leiðir af sér styttri og jafnari þurrkun. Ef enginn gljávökvi er notaður gætu orðið eftir vatnsblettir á leirtauinu.

Hvernig get ég fundið vanshörkuna í mínu hverfi?

Þú getur athugað vatnshörkuna í þínu hverfi hjá Orkuveitunni.

Hvernig lengi ég endingartíma uppþvottavélarinnar?

Þrífa þarf síuna í botni upþvottavélarinnar reglulega ásamt spreyörmum. Notendaleiðbeiningar sem fylgja uppþvottavélinni sýna hvernig best er að þrífa þessa hluta vélarinnar. Notið hreinsiefni fyrir uppþvottavélar til þess að fjarlægja kalkútfellingar og fituleifar og þurrkið reglulega af þéttikanti með rökum klút þannig að kanturinn endist lengur.

Hvernig eru matarútfellingar fjarlægðar úr uppþvottavélinni og hvernig er hægt að forðast þær?

Kalkútfellingar myndast aðallega þar sem vatn er hart. Hægt er að fjarlægja kalkútfellingar og fituútfellingar með hreinsiefni fyrir uppþvottavélar. Hægt er að forðast fituútfellingar með því að nota rétt þvottakerfi, það er heitt þvottakerfi fyrir potta og pönnur 75°C ef um skítugt leirtau eða potta er að ræða.

Ég fjarlægði límmiða með orkuupplýsingum af uppþvottavélinni og það eru límleifar eftir á vélinni. Hvernig er best að fjarlægja þær?

Best er að fjarlægja límleifarnar með hreinni tusku, mildum uppþvottalegi og heitu vatni. Einnig er hægt að nota örtrefjaklút í verkið.

Hvernig er best að þrífa “CleanSteel” ryðfríu framhliðina á uppþvotavélinni?

Mjög auðvelt er að þrífa framhliðina. Notið Örtrefjaklút, heitt vatn og dálítinn uppþvottalög.

 

2. Hvaða hluti má setja í uppþvottavél?

Má þvo ál, tin, kopar eða látún í Miele uppþvottavél?

Yfirborð þessara málma getur orðið upplitað eða matt ef þeir eru settir í uppþvottavél, þar sem uppþvottavélahreinsiefni eru mjög sterk. Þessir málmar henta þar af leiðandi ekki í uppþvottavélar.

Má setja silfurhnífapör í Miele uppþvottavél?

Það má þrífa silfur á lágu hitastigi, allt að 50°C án nokkura vandræða. Ef þú skilur silfurhnífapörin eftir í uppþvottavélinni í langan tíma, ættir þú að halda þeim frá matarleifum sem innihalda súlfúr, líkt og eggjarauður, sinnep, laukur, fiskur o.fl. Fallið getur á silfrið ef það kemst í snertingu við súlfúr.

Má þrífa vínglös í Miele uppþvottavél?

Þvottakerfi fyrir viðkvæm glös er sérstaklega hannað af Miele fyrir þvott á vínglösum og öðrum viðkvæmum glösum. Lágt hitastig, mildur úðaþrýstingur og rétt stillt vatnsharka sjá til þess að glösin líti alltaf út sem ný. Stjórnborð uppþvottavélarinnar sýnir mynd af vínglasi við hliðina á þvottakerfi fyrir viðkvæm glös, sé það til staðar. Ef uppþvottavélin er með slíku þvottakerfi eru sérstakir staðir í vélinni þar sem koma má glösum á háum fæti fyrir á öruggan hátt.

Má þrífa plastdiska í Miele uppþvottavél?

Plastdiska má venjulega setja í uppþvottavél. Sumt plast er hins vegar ekki hitaþolið og getur beyglast við hærri hita en 50°C. Athugið að plast heldur litlum hita og tekur þar af leiðandi lengri tíma að þorna en venjulegt leirtau. Oft þarf því að þurrka af plasti eftir venjulegan þurrkunartíma.

Má setja við í Miele uppþvottavél?

Skálar, sleifar og diskar úr við, eða að hluta til úr við, ætti ekki að setja í uppþvottavél. Viðurinn getur bólgnað upp og sprungur geta myndast ef hann er þveginn í uppþvottavél.

Má setja ryðfrítt stál í Miele uppþvottavél?

Stærstur hluti hnífapara, diska, potta og panna úr stáli eru úr blöndunni 18/10 (króm 18%, nikkel 10% og járn 72%). Þessi blanda af stáli er ryðfrí og má þar af leiðandi setja í uppþvottavél.

Hvers konar postulín má setja í Miele uppþvottavél?

Ending postulíns er betri ef það er þykkt og hefur engin göt. Sumt postulín má fara í uppþvottavél en annað ekki, allt eftir því hvernig það er unnið. Best er að spyrja seljendur postulínsins að því fyrir fram hvort það megi fara í uppþvottavél.

 

3.  Spurningar varðandi þvottakerfi.

Uppþvottavélin mín er á þýsku. Hvað þýða kerfin á íslensku?

 1. Automatic – Sjálfvirkt kerfi
 2. Snhnell – Hraðþvottur
 3. Fein – Kerfi fyrir viðkvæm glös
 4. EnergieSpar – Orkusparandi kerfi
 5. Leicht – Léttþvottur
 6. Intensiv – Kerfi fyrir skítugt leirtau, potta og pönnur
 7. Vorspülen – Forþvottur

Hvenær ætti að nota þvottakerfi fyrir potta og pönnur 75°C?

Þvottakerfið fyrir potta og pönnur er það rétta eftir langan dag í eldhúsinu. Háa hitastigið á kerfinu fær diskana þína til þess að skína aftur jafnvel þó þeir séu með ábrenndum matarleifum. Þvottakerfið er einnig tilvalið til þess að hreinsa uppþvottavélina tvisvar á ári með hreinsiefni fyrir uppþvottavélar.

Hvenær ætti að nota þvottakerfið hraðþvott 40°C?

Ef ætlunin er að nota leirtauið aftur eftir mjög stuttan tíma. Mikill tímasparnaður er fólginn í hraðþvottinum en eftir um það bil 30-40 mínútur koma diskarnir aftur út skínandi hreinir. Athugið þó að oft þarf að þurrka aðeins af leirtauinu ef þetta þvottakerfi er notað.

Hvenær ætti að nota þvottakerfi fyrir viðkvæm glös?

Þvottakerfi fyrir viðkvæm glös hentar sérstaklega fyrir lítið skítugt leirtau og viðkvæm glös. Skynjari nemur magn gruggs í skolvatni og aðlagar þvottakerfið að því. Kerfið er keyrt á hitastigi frá 37°C-48°C. Lágt hitastig og mildur úðaþrýstingur sér til þess að bygging glasanna breytist ekki og þau líti út sem ný eftir hvern einasta þvott.

Hvenær ætti að nota sjálfvirka þvottakerfið?

Sjálfvirka þvottakerfið ætti að nota í flestum tilfellum. Skynjari mælir grugg í skolvatni og uppþvottavélin aðlagar þvott og hreyfingar vatnsins í samræmi við magn gruggs. Með þessu notar uppþvottavélin aðeins það vatn, orku og tíma sem þarf til þess að skila fullkomnum árangri.

 

4. Lausn vandamála.

Ég heyri bank í uppþvottavélinni. Hvernig get ég fundið út hvað er að?

Það er mögulegt að eitthvað sem sett var inn í vélina sé fyrir spreyörmunum þegar þeir snúast eða komi í veg fyrir að þeir geti snúist. Opnið uppþvottavélina og athugið hvort armarnir geti snúist með höndunum. Ef hljóðið heldur áfram eftir að spreyarmarnir hafa verið athugaðir er gott að keyra uppþvottavélina tóma næst og hlusta hvort hljóðið heldur áfram.

Leirtauið mitt er ekki nógu þurrt. Hvernig er hægt að bæta það?

Athugið fyrst hvort nóg er af gljávökva og að skammtarinn sé rétt stilltur. Raðið hlutum þannig að vatn geti auðveldlega komist á milli og hreinsað þá. Staðsetjið glös og bolla hallandi í vélinni með halla og holar skálar með opinu niður á við. Gott er síðan að opna hurðina alveg eftir að þvottakerfi er lokið en það hjálpar til við þurrkun. Sumar Miele uppþvottavélar eru með skynjarakerfum líkt og sjálfvirku kerfi en þar er þurrkun nákvæmari en á öðrum þvottakerfum. Aðrar vélar eru með sjálfvirkri hurðaropnun í lok þvottakerfis.

Diskarnir mínir eru ekki nógu hreinir. Hvernig er hægt að laga það?

Veldu þvottakerfi sem hentar í hverju tilfelli fyrir sig allt miðað við hversu óhreint leirtauið er. Sjálfvirka skynjarakerfið hentar best í daglegan þvott. Sjáðu til þess að diskar og hnífapör, sérstaklega skeiðar, raðist ekki of nærri hvoru öðru þegar sett er í uppþvottavélina. Athugið einnig hvort nægt uppþvottavélaþvottaefni hafi verið sett í vélina og nóg sé af gljávökva. Er vatnsharkan rétt stillt? Eru spreyarmar og sía hrein? Ef þú manst eftir öllum þessum hlutum að staðaldri fæst fullkominn árangur í hvert sinn.

Hvað get ég gert ef ljós logar á LED ljósinu inntak/úrtak eða ef vatn er ennþá inni á uppþvottavélinni þegar þvottakerfi er lokið?

Í þessu tilfelli getur uppþvottavélin ekki dælt vatni aftur út af sér. Það er möguleiki að leysa þetta vandamál hratt og örugglega: Gæti verið að sían í botni uppþvottavélarinnar væri einfaldlega stífluð? Vinsamlegast þrífðu síuna vandlega. Athugaðu einnig affallsdælu og einstefnuloka. Leiðbeiningar um þrifin má finna í leiðbeiningabæklingnum sem fylgdi uppþvottavélinni. Ef um stíflu er að ræða lagast vandamálið í byrjun næsta þvottakerfis þegar uppþvottavélin dælir vatninu út í byrjun.

Má ég þrífa diska og hnífapör með ryði í uppþvottavélinni?

Nei, það ættir þú ekki að gera. Ryð getur smitast yfir á annað leirtau í þvottakerfinu. Ef þú finnur ryð á hnífapörum og diskum skaltu fjarlægja það varlega með hreinsiefnum fyrir ryð. Oft er nóg að nota örtrefjaklút með dálitlu af þvottaefni fyrir uppþvottavélar.

Get ég þrifið sand í uppþvottavélinni án nokkura vandræða?

Vinsamlegast gerðu það ekki. Fjarlægðu allan sand af diskunum áður en þeir eru látnir í uppþvottavélina. Sandurinn getur festst í hringrásardælunni eða spreyörmunum og hindrað rétta virkni uppþvottavélarinnar.

Hvernig forðast ég mjólkurlitaða slikju á glösunum mínum?

Mjólkurlituðu filmuna er ekki hægt að fjarlægja með rökum klút því það mun tæra upp glösin. Best er að notast við þvottakerfi fyrir viðkvæm glös, þar sem þvottahreyfingarnar fara best með glösin. Raðaðu glösunum á örugga staði í uppþvottavélinni og notaðu nóg af gljávökva.

Hvernig forðast ég upplitun plasts?

Þegar matvæli með náttúrulegum litarefnum svo sem rauðrófu, karrí, gulrótum eða tómötum liggur lengi á plasti getur það orðið upplitað. Ekki láta þessi matvæli liggja lengi á plastflötum og fjarlægið matarleifar vel af áður en plastið er sett í uppþvottavélina.

Hvernig fjarlægi ég varalit af glösunum mínum?

Varalitur er aðallega gerður úr vaxi og litarefnum. Vaxið bráðnar vel í hitanum í uppþvottavélinni en litarefnin eru erfiðari. Notaðu meira þvottaefni til þess að losa um litarefnin á gleryfirborðinu. Með þessu er óþarfi að handþvo glösin.

Hvernig næ ég te og kaffiblettum úr leirtaui?

Notaðu þvottaefni fyrir uppþvottavélar með nægu bleikingarefni til að fá fullkominn árangur.

Hvað get ég gert ef ég set óvart uppþvottavélarþvottaefni í salthólfið?

Ekki setja uppþvottavélina í gang, þar sem þvottaefnið gæti skemmt hólfið fyrir gljávökvann. Hafðu samband við þjónustuverkstæði og leitaðu hjálpar.

 

Vörumerki

miele
Jura
Liebherr
Elica
Smeg
Magimix
Fisher & Paykel
Witt