English   |   Veftré   |   A A
Um Eirvík

Eirvík ehf er sérverslun með heimilistæki, innréttingar, iðnaðartæki og rekstrarvöru. Vörumerkin okkar eru meðal þeirra best þekktu og virtu á markaðinum. Við bjóðum upp á glæsilegar og vandaðar vörur fyrir heimilið jafnt sem vinnustaðinn. 

Saga

Fyrirtækið var stofnað af Eyjólfi Baldurssyni og Þórdísi Sigurgeirsdóttur við eldhúsborðið á heimili þeirra í Reykjavík. Dagurinn var 1. apríl árið 1994. Í fyrstu opnaði lítill sýningarsalur í kjallara heimilis þeirra á Vesturgötu 25, með sýningartækjum frá Miele og Smeg. Seinna sama ár fluttist verslunin að Suðurlandsbraut 22 og byrjaði að vaxa jafnt og þétt. Árið 1996 flutti Eirvík í eigið húsnæði og á núverandi staðsetningu sína, Suðurlandsbraut 20. Þökk sé mikilli vinnu og einstökum mannauði hefur Eirvík ehf náð sterkri og aðgreinandi stöðu á markaðinum í dag.

Kjörorð

Markmið okkar er að bjóða viðskiptavinum upp á vandaðar vörur og góða þjónustu. Hollusta okkar nær jafnt til viðskiptavina, starfsfólks, birgja, umhverfisins og samfélagsins sjálfs. Við trúum því að ábyrg viðskipti fáist með gagnkvæmri virðingu og grundvallist á góðum samskiptum. Kjörorð Eirvíkur eru: „Sérverslun með vandaðar vörur fyrir heimilið jafnt sem vinnustaðinn“.

Vönduð vörumerki

Eirvík býður upp á vandaðar vörur frá mörgum sterkum vörumerkjum, aðallega frá Þýskalandi, Sviss, Ítalíu og Frakklandi. Helstu vörumerkin eru Miele, bulthaup, Liebherr, Häcker, Jura, Smeg , Elica og Magimix.

Samfélagsleg ábyrgð

Eirvík er umburðarlyndur vinnustaður sem er rekinn með fjölskylduvænni stefnu. Sérhver starfsmaður er metinn að verðleikum og gert kleift að sameina vinnu og fjölskyldulíf. Umhverfismál eru okkur einnig mikilvæg. Við leggjum bæði áherslu á að minnka frá okkur úrgang sem og flokka rétt það sem fellur til.

Framtíð

Við kappkostum við að vera sú vandaða sérverslun sem við erum í dag. Ávalt dygg okkar viðskiptavinum og ófrávíkjanlegri skuldbindingu til gæða.

 

Eirvik ehf. 
Suðurlandsbraut 20
108 Reykjavík

Sími: 588-0200 
eirvik@eirvik.is  
www.eirvik.is 
Kt: 640394-2509

Vörumerki

miele
Jura
Liebherr
Elica
Smeg
Magimix
Fisher & Paykel
Witt