English   |   Veftré   |   A A

Af hverju látum við framleiða innréttingarnar í Þýskalandi?

Þegar einstaklingar og fjölskyldur flytja á milli húsa í Þýskalandi er eldhúsinnréttingin tekin með. Ímyndið ykkur hvernig tækist til með flatpakkaða innréttingu eða innréttingu sem er skrúfuð saman. Sjáið svo fyrir ykkur hversu léleg gæðin yrðu þegar innréttingin væri sett upp aftur, ef flutningurinn tækist á annað borð. Þýskar innréttingar eru framleiddar til þess að standast þetta álag. Þær eru hannaðar til þess að þola daglega og áralanga notkun, þar sem fallegt útlit og virkni innréttingana varðveitist.

Hvort sem þú munt nokkurn tíma þurfa að taka eldhúsinnréttinguna þína niður er ekki aðalatriðið. Aðalatriðið í framleiðslu Hacker innréttinga er að hún er framkvæmd með næmu auga fyrir gæðum og smáatriðum, sem mun standast allar þínar væntingar.

Hacker innréttingar eru framleiddar í sérhæfðri verksmiðju með gríðarlega nákvæmum vélum þar sem engin þolmörk eru fyrir mistök í framleiðslu. Þetta tryggir það að eldhúsinnréttingin, uppsett, fer fram úr væntingum. Þar að auki er hverjum skáp pakkað inn sérstaklega svo allar einingar berist heilar og óskaddaðar til kaupanda.

Skúffur í Hacker innréttingum eru byggðar til þess að þola 70 kg. Þetta gerir þér kleift að nýta þær eins og þér lystir. Þú getur verið örugg(ur) með það sem þú setur í skúffurnar, þær munu ekki bregðast þér. Allt virkar dásamlega, eins og það á að gera.

Til samanburðar eru margar aðrar innréttingar framleiddar í höndum eða á litlum verkstæðum þar sem endaafurðin verður verri að gæðum og endingu.

Ekki sætta þig við verri gæði, þegar þú getur keypt draumaeldhúsið þitt hjá Eirvík, þýska framleiðslu fyrir minna en þú heldur.

 

Smellið á myndina hér að neðan til þess að sjá myndir frá verksmiðju Hacker

Verksmiðja Eirvík innréttingar