English   |   Veftré   |   A A

Hvert einasta bulthaup b3 eldhús er einstakt listaverk. b3 er ímynd sjálfstæðs arkitektúrs sem fer ótroðnar slóðir við að gæða eldhús með persónulegum stíl og hefur til þess endalausa valmöguleika. bulthaup b3 er fyrir fólk sem vill aðeins eitt: Það besta.

Arkitektúr b3 línunnar má sannarlega telja til hágæða. Kjarni bulthaup b3 er jafnt sveigjanleiki og fjölhæfni sem og hágæða handverk og efniviður. bulthaup b3 sameinar á einstakan hátt óaðfinanlega virkni, vinnuvistfræði og mínimalískt form sem einkennist af léttleika og er bæði nothæft og listrænt.

Rannsóknir og þróun á bakvið bulthaup b3 stóð yfir í 8 ár og þar á eftir tók við nær áratugur þar sem gerðar voru endurbætur á kerfinu. Útkoman er áreiðanlegustu og hátæknilegustu innréttingar sem í boði eru.

Innréttingar úr b3 línunni er hægt að hengja á veggi, láta standa á gólfi eða láta standa á fótum. Útfærslurnar þrjár gefa allar mynd af „fljótandi“ eldhúsi. Áherslan er þar af leiðandi á stíl, léttleika og nákvæman frágang sem aðeins bulthaup b3 getur staðið undir.

 


Smellið á myndina hér fyrir neðan til þess að sjá fleiri myndir af bulthaup b3

myndasíða b3