English   |   Veftré   |   A A

Hvernig vinnum við:

 

1: Upphafsfundur

Hvort heldur sem þú hafir pantað viðtalstíma eða sért einfaldlega að skoða sýningarsal okkar, þá er það okkar fyrsta tækifæri til þess að komast að því hverjar þarfir þínar eru. Afhendið arkitektum okkar mál af eldhúsinu og þeir vinna teikningar og skila á 4-6 virkum dögum. 

2: Fyrstu teikningar

Á öðrum fundi okkar sýnum við þér teikningarnar sem við höfum gert. Yfirleitt erum við með nokkrar mismunandi útfærslur og grófar verðhugmyndir. Við ræðum í þaula kosti og galla hverrar lausnar fyrir sig. Þegar þú ferð af þessum fundi munt þú hafa góða hugmynd um hvað við höfum að bjóða, hvenær er hægt að setja upp eldhúsinnréttinguna og grófa verðhugmynd.  Þessi fundur tekur yfirleitt milli 30 – 60 mínútur.

 

3: Hönnun betrumbætt

Á þessum tímapunkti sýnum við þér hversu mikið við höfum lært um þínar þarfir. Hönnunarferlinu er nú nánast lokið og þú ættir að geta séð greinilega hvað við getum boðið þér. Við staðfestingu á pöntun komum við og tökum við nauðsynlegar mælingar á eldhúsinu til þess að tryggja það að eldhúsinnréttingin passi fullkomlega. Þessi fundur tekur yfirleitt um 15 – 45 mínútur.

 

4: Pöntun

Við sýnum þér lokateikningu af eldhúsinnréttingunni auk þess sem við göngum frá allri pappírsvinnu og förum yfir pöntun  lið fyrir lið.

5: Uppsetning

Þetta skref er mikilvægt en mætir oft afgangi eða gleymist hjá öðrum fyrirtækjum sem selja eldhúsinnréttingar. Eirvík er í samstarfi við fyrirtækið BJ uppsetningar og mælir með þeim í uppsetningar. Uppsetningarmenn BJ uppsetninga eru sérþjálfaðir uppsetningasmiðir sem hlotið hafa sérþjálfun í uppsetningu á bæði Häcker og bulthaup innréttingum.

Uppsetningarþjónustan er ekki seld af Eirvík og því ekki innifalin í verðtilboðum frá Eirvík.

 

6: Þjónusta

Okkur er umhugað um þig og eldhúsinnréttinguna þína. Þess vegna er þjónusta mikilvægur hlekkur í okkar viðskiptum. Allar okkar eldhúsinnréttingar eru seldar með 5 ára ábyrgð.

Vörumerki

miele
Jura
Liebherr
Elica
Smeg
Magimix
Fisher & Paykel
Witt