English   |   Veftré   |   A A

Miele örbylgjuofnar FAQ.

 

1. Spurningar varðandi almenna notkun.

2. Notkun fylgihluta.

3. Lausn vandamála.

 

Við mælum með hreinsi- og rekstrarvörum frá Miele fyrir öll Miele tæki. Vörurnar eru sérhannaðar til þess að vinna í fullkomnu samræmi með Miele tækjum og skila toppárangri í notkun.

 

1. Spurningar varðandi almenna notkun.

Hvernig get ég afþýtt mat á skemmsta mögulega tíma?

Fljótlegasta leiðin er að byrja afþýðinguna á 800-1000 watta kerfi í stuttan tíma. Alger hitamismunur myndast þá á milli heita ytra lagsins og kalda kjarnans í matnum, en hitinn mun vinna sig inn í matinn með tímanum þegar hann byrjar að jafnast út. Í kjölfarið er afþýðingu haldið áfram á kerfi með lægri wöttum.

Hvernig ákvarða ég hversu mörg wött ég á að nota við eldun í Miele örbylgjuofni?

Miele örbylgjuofnar eru með fimm kraftstillingum fyrir eftirtaldar aðgerðir:

800-1000 Wött: Upphitun (fyrir fljóta upphitun vökva og drykkja).

600-800 Wött: Eldun (t.d. grænmetis, meðlætis eða fisks), forsuða, hitun.

300-600 Wött: Upphitun (stórir skammtar af forelduðum mat), bráðnun (t.d. súkkulaði).

150-300 Wött: Afþýðing (t.d. kjöt, fuglakjöt eða brauð), hæg suða (t.d. kássa eða  pottréttur), einfaldur matur (t.d. hrísgrjón eða símiljumjöl).

80-150 Wött: Afþýðing (t.d. viðkvæm matvæli eins og smjör og ostur), hæg suða (litlir skammtar) og halda heitu.

Hver er fljótlegasta leiðin til þess að elda mat jafnt í örbylgjuofni?

Efnisgerð og lögun íláta sem notuð eru undir mat í örbylgjuofni geta haft áhrif á eldun hans og tíma upphitunar. Upphitun verður jafnari í hringlaga eða sporöskjulaga flötum ílátum, en ójafnari í ferhyrndum. Með því að nota plasthattinn er hægt að spara tíma og orku þar sem hitinn helst innan plasthattsins auk þess sem innra byrði örbylgjuofnsins helst hreint.

Er orkusparandi stilling á Miele örbylgjuofnum?

Já. Mögulegt er að láta klukkuna slökkva á sér frá 23:00 á kvöldin þangað til 04:00 á morgnana. Ýtið og haldið inni “Stop/C” takkanum og ýtið á sama tíma á klukku hnappinn. Þá birtist “ON” á skjánum og klukkan mun slökkva sjálfkrafa á sér. Til þess að stilla klukkuna þannig að hún sé alltaf sýnileg er hægt er að endurtaka þessa aðgerð en þá mun “OFF” birtast á skjánum.

Hvernig get ég séð til þess að maturinn hitist jafnmikið alls staðar þegar hitað er upp?

Matvæli eru ekki með góða hitaleiðni og tíma þarf til þess að hiti jafni sig út. Til að jafna hitadreifingu ætti að hræra oft í matvælunum sem er verið að hita upp. Veljið kerfi með lágri kraftstillingu, en þá getur hitinn jafnað sig út í matvælunum þegar kerfið tekur pásur. Almennt séð gildir sú regla að þeim mun meira vatn sem matvæli inniheldur og þeim mun einsleitari sem matur er, þeim mun hærri kraftstillingu má nota.

Getur Miele örbylgjuofninn munað algengar aðgerðir?

Já, mögulegt er að prógramma algengar aðgerðir með “Miele Memory takkanum”, það er takkanum með mynd af stóru M. Hægt er að prógramma röð kerfa, t.d. afþýðingu, eldun og grill, í nákvæmri tímaröð. Nálgist nákvæma útlistingu á virkni takkans í leiðbeiningarbæklingi.

Hvernig virkar “Quick Start” takkinn og hvernig get ég prógrammað hann?

“Quick start” takkinn veitir fljótan og auðveldan aðgang að hæstu kraftstillingu örbylgjuofnsins. Ýtið einu sinni, tvisvar eða þrisvar á “Quick start” takkann og örbylgjuofninn gengur í 30, 60 eða 120 sekúndur á hæsta krafti áður en hann slekkur á sér.

Mögulegt er að prógramma þennan takka og breyta tímanum upp í allt að 15 mínútur. Ýtið einu sinni, tvisvar eða þrisvar á start takkann og haldið honum inni í seinasta skiptið. Veljið þá þann tíma sem á að breyta í og sleppið takkanum að því loknu.

Hvað þarf að hafa í huga þegar barnamatur er hitaður í örbylgjuofni?

Örbylgjuofninn hentar vel í upphitun barnamats. Hafa þarf fjóra hluti í huga.

  1. 1. Barnamat ætti ekki að hita of mikið. Hitið matinn á 450 watta stillingu í ½ til 1 mínútu.
  2. 2. Eftir upphitun þarf að hræra í eða hrista matinn vel og athuga hitastigið.
  3. 3. Hitið pela án loks eða túttu.
  4. 4. Til að koma í veg fyrir að barnamaturinn hitni meira eftir að kerfið er búið, sleppið “halda heitu” kostinum.

Ílát úr hvers konar efnum mega fara í Miele örbylgjuofn?

Ílát úr postulíni, keramiki, gleri og plasti mega fara í Miele örbylgjuofna. Málmílát, álpappír og hnífapör eiga ekki heima í örbylgjuofni þar sem málmurinn endurkastar örbylgjunum og kemur í veg fyrir að maturinn hitni. Undantekningar á þessari reglu eru tilbúnar máltíðir í álbökkum þar sem sérstaklega er tekið fram frá framleiðanda að upphitun í örbylgjuofnum sé í lagi. Vinsamlegast sjáið til þess að álbakkarnir snerti ekki veggi örbylgjuofnsins að innan.

Get ég notað Miele örbylgjuofn í einhvers konar undirbúningsvinnu fyrir eldamennskuna?

Hægt er að nota Miele örbylgjuofna í margþætta hluti. Helst ber að nefna afþýðingu, upphitun og eldun matvæla. Auk þess er hægt að nota örbylgjuofninn til þess að marinera matvæli sem á að grilla, útbúa gerblöndur, sjóða niður sultur eða hita upp leirtau.

Hvernig kem ég í veg fyrir að ávextir springi?

Matvæli eins og ávextir sem eru með sterkri himnu eða skel, ætti að stinga á með hníf eða gaffli. Þrýstingur sem myndast innan himnunnar eða skeljarinnar við upphitunina á þannig greiða leið út og minni líkur eru á því að ávöxturinn springi.

Má láta lokuð ílát í Miele örbylgjuofn?

Nei, það má ekki láta lokuð ílát í örbylgjuofna. Mikill þrýstingur getur myndast inni í lokuðu íláti og það gæti sprungið og skemmt örbylgjuofninn að innan. Sama á við um egg.

Hvernig get ég fjarlægt áfastar matarleifar á auðveldan hátt?

Hitið glas með vatni upp í 2-3 mínútur eða þar til að það byrjar að sjóða. Gufan mun þéttast á veggjum örbylgjuofnsins og hjálpa til við að mýkja upp áföstu matarleifarnar. Þá er hægt að þurrka af innra byrði örbylgjuofnsins með klút og mildri sápu. Ef sírónusafa eða ediki er bætt út í vatnið er hægt að losna við alla matarlykt úr örbylgjuofninum. Eðlilegt er að ljósbláir blettir myndist á grillinu en þeir hafa engin neikvæð áhrif á eldamennskuna.

Hvernig eyði ég matarlykt úr örbylgjuofninum mínum?

Settu bolla með vatni og sítrónusafa eða ediki í örbylgjuofninn og hitaðu á mesta wattafjölda í 2 mínútur. Þurrkaðu síðan hurðina og ofninn að innan með klúti og mildri sápu. Ef þetta er gert reglulega festist ekki matarlykt í örbylgjuofninum.

Hvernig er best að þrífa stálfrontinn á örbylgjuofninum?

Miele notar eingöngu hágæða, auðhreinsanlegt ryðfrítt stál í öll heimilistæki sem þeir framleiða. Fingraför sjást síður á “Clean Steel” yfirborðinu heldur en öðru stáli og er því nóg að nota rakan örtrefjaklút við þrif. Óþarfi er að nota stálhreinsi.

 

2. Notkun fylgihluta.

Hvað get ég notað “gourmet plattann” undir?

“Gourmet plattinn” er hringlaga grillplatti með húð sem matur festist ekki við. Platinn er hitaður upp í örbylgjuofninum og síðan notaður til þess að elda stökkan mat eða snakk.

Hvað er suðustafurinn notaður í?

Suðustafurinn er notaður í öryggisskyni. Við upphitun vökva skal alltaf setja suðustafinn í ílátið. Stafurinn hjálpar vökvanum að hitna jafnt ásamt því að koma í veg fyrir að vökvinn hitni of mikið.

Hvenær get ég notað glerdiskinn?

Glerdiskinn er hægt að nota á öllum kerfum en hann er sérstaklega nothæfur sem bökunardiskur á eldunarkerfum. Notið glerdiskinn þegar grillað er beint á grillplattanum, til þess að allur kjötsafi og fita endi ofan á disknum og auðveldi þrif.

Hvenær má ég að nota plasthattinn í örbylgjuofninum?

Plasthattinn má aðeins nota á venjulegum örbylgjukerfum, alls ekki á grillkerfum. Plasthatturinn kemur í veg fyrir að maturinn þorni, hraðar upphitunarferlinu og varnar slettum. Hann hjálpar þannig til við að halda innra rými ofnsins hreinu.

Hvenær er við hæfi að nota grillplattann og á hvaða kerfum?

Grillplattinn hentar fyrir öll grillkerfi, það er venjulegt grill og öll örbylgjukerfi með grilli.

Má láta aukahluti úr Miele örbylgjuofni í uppþvottavél?

Þrif á Miele örbylgjuofnum eru mjög auðveld, en alla aukahluti úr þeim má setja í uppþvottavél.

 

3. Lausn vandamála.

Örbylgjuofninn sýnir ekki klukkuna. Hvað get ég gert?

Klukkuna er hægt að virkja og óvirkja. Örbylgjuofnar frá Miele eru stilltir á orkusparandi stillingu frá framleiðanda, sem þýðir að klukkan er ekki sýnileg. Sjáið svar við spurningu “Er orkusparandi stilling á Miele örbylgjuofnum” til að virkja eða óvirkja klukkuna.

Snúningsdiskurinn snýst ekki jafnt þegar örbylgjuofninn er í gangi. Hvað er hægt að gera í því?

Snúningsdiskurinn situr á hringlaga armi með þremur hjólum, en hann snýst ekki jafnt ef hjólin eru skítug. Þrífið hjólin, snúningsdiskinn og arminn vel ásamt innra rými örbylgjuofnsins.

Af hverju stendur H:H á skjánum þegar snúningsdiskurinn er í gangi í örbylgjuofninum?

H:H þýðir að örbylgjuofninn er stilltur á sjálfvirka kerfið “heldur heitu”. Tveimur mínútum eftir að eldunarkerfi (> 450 W) er lokið kviknar sjálfkrafa á þessari stillingu. Þetta á við ef ekki er ýtt á neina takka né hurðin opnuð. Stillingin “heldur heitu” heldur elduðum mat heitum í allt að 15 mínútur.