English   |   Veftré   |   A A

Eirvík klassík

Eirvík rómantík

Eirvík stílhreint

Eirvík klassík Eirvík rómantík Eirvík stílhreint

Eirvík hönnun

Framleiðsluferli

 

Eirvík hönnun

Eirvík framleiðsluferli  

 

 

Eirvík Innréttingar eru hannaðar af okkur en sérsmíðaðar og framleiddar í samstarfi við einn af leiðandi innréttingaframleiðendum í Þýskalandi. Framleiðsluferlið fylgir ströngustu gæðastöðlum og höfum við fengið nokkur gæðaskírteini og unnið mörg hönnunarverðlaun í gegnum árin. Það er í gegnum þetta góða samstarf sem við getum boðið mikil gæði, lengri endingu og góða hönnun á aðlaðandi og hagkvæmu verði.

Með því að nota þýska verkhönnun búa Eirvík Innréttingar yfir miklu úrvali af vel útfærðum, vandlega úthugsuðum og framsýnum útfærslum. Þær taka mið af nútímalegri og faglegri hönnun með hagnýtum og skipulögðum geymslulausnum.

Við bjóðum upp á gríðarlega mikið úrval af mismunandi efnivið og stílum. Efniviðir okkar eru sem dæmi háglans og matt lakk, harðplast, og filmur, spónn, gegnheill viður, akrýl, gler og jafnvel keramik. Stílar í boði ná frá nútímalegri hönnun til rómantískra eldhúsa, með eða án handfanga.

Eldhúsinnréttingar okkar koma með geymslukefum að innan og hólfum fyrir allt sem þú þarft: Við höfum skiplag fyrir potta, pönnur, hnífapör, steikarhnífa, ruslakörfur, þurrmeti og jafnvel ryksugur og kústa. Eirvík innréttingar bjóða upp á persónulegar lausnir og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Vörumerki

miele
Jura
Liebherr
Elica
Smeg
Magimix
Fisher & Paykel
Witt